Eðlilegt að virknin færist til vesturs

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, segir að virknin sé að færast út …
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, segir að virknin sé að færast út á miðjan sprungusveiminn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Virkn­in er að fær­ast út á miðjan sprungu­sveim­inn, sem þýðir að það gýs lík­leg­ast næst í Eld­vörp­um eða Reykja­nestá eða þar í kring. Það er ekki að fara ger­ast á morg­un eða hinn, þetta tek­ur tíma,“ seg­ir Ármann Hösk­ulds­son eld­fjalla­fræðing­ur um jarðhrær­ing­arn­ar á Reykja­nesskaga.

Rúm­mál kviku und­ir Svartsengi hef­ur aldrei mælst meira frá því að gos­hrina hófst í des­em­ber árið 2023. Marg­ir hafa velt vöng­um yfir því hvort gos­hrin­unni á Sund­hnúkagígaröðinni sé að ljúka. Ármann seg­ir að það gæti verið. Mögu­lega gæti gosið í eitt skipti í viðbót en það yrði þó lítið. Hann tel­ur eðli­legt að virkn­in fær­ist til vest­urs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert