„Eitthvað sem gerðist árið 2023“

„Það var eitt­hvað sem gerðist árið 2023. Þá var mesta aukn­ing­in og all­ar töl­ur fóru upp í rjáf­ur hvað varðar of­beld­is­brot og hegn­ing­ar­laga­brot. Það var sviðsmynd sem við vor­um að von­ast til að myndi ganga til baka en hef­ur ekki gert það,“ seg­ir Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra.

Lög­regl­an á Norður­landi eystra sendi frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem til­tek­in voru nokk­ur al­var­leg of­beld­is­brot. Meðal ann­ars var sagt frá því að manni hefði verið kastað fram af svöl­um og að reynt hefði verið að aka á ann­an vís­vit­andi. Í öðru máli keyrði maður á öku­tæki lög­regl­unn­ar þar sem lög­reglu­menn stóðu við bíl­inn og upp­lifðu mikla hættu.

Auk­in fíkni­efna­neysla

„Um­hverfið er orðið verra og erfiðara,“ seg­ir Páley.

Hún seg­ir fíkni­efna­neyslu vera mikla og auk­inn geðræn­an vanda sem teng­ist þeirri neyslu áber­andi.

„Þetta sam­an er orðinn jarðveg­ur fyr­ir of­beldi og vopna­b­urður­inn er ekki að hjálpa okk­ur. Hann er orðinn tíður og það eru all­ir ald­urs­hóp­ar þar und­ir,“ seg­ir Páley.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur talað á svipuðum nót­um. Hvarvetna er of­beldi að aukast. Spurð seg­ir Páley að bein tengsl séu á milli landsvæðanna hvað aukna glæpatíðni varðar.

Heim­il­isof­beldið al­var­legra líka 

„Það er stíg­andi á of­beldi í sam­fé­lag­inu í heild. Það er mikið um hnífa­árás­ir, of­beldið er gróf­ara þegar kem­ur að lík­ams­árás­um, höfuðspörk­um, bar­efl­um og annað. Ef við skoðum Ak­ur­eyri í sam­hengi við Reykja­vík þá er þetta vin­sæll áfangastaður og hlut­fall of­beld­is eða ann­ars helst í hend­ur við það sem það er í Reykja­vík. Það er kannski minni tíðni í dreifðari byggðum en það sem er svo skrítið er það að heim­il­isof­beldið og aðfar­irn­ar í slík­um mál­um eru líka að verða al­var­legri,“ seg­ir Páley.

Ofbeldi - heimilisofbeldi - heimilisofbeldismál -
Of­beldi - heim­il­isof­beldi - heim­il­isof­beld­is­mál - Ljós­mynd/​Colour­box

Spurð hvort hægt sé að tengja þetta við Covid-tíma­bil sem hafði eingangr­andi áhrif á marga þá treyst­ir Páley sér ekki til þess að setja mál­in í slíkt sam­hengi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert