Finnst vera smá belgingur í Golla

Takmarkaður aðgangur að Grindavík sætti gagnrýni.
Takmarkaður aðgangur að Grindavík sætti gagnrýni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég vil bara óska Kjart­ani til ham­ingju með verðlaun­in og verðlauna­mynd­ina sem tek­in var á Aust­ur­velli og er fyr­ir margra hluta sak­ir at­hygl­is­verð.“

Þetta seg­ir Úlfar Lúðvíks­son lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um í sam­tali við Morg­un­blaðið, þegar leitað var viðbragða hans við gagn­rýni Kjart­ans „Golla“ Þor­björns­son­ar ljós­mynd­ara sem gagn­rýndi tak­markað aðgengi fjöl­miðla að ham­fara­svæðum í Grinda­vík, að til­skip­an lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.

Kjart­an lét hörð orð falla um þá ákvörðun lög­regl­unn­ar sem hann kallaði fá­rán­lega, í ávarpi sínu á ár­legri sýn­ingu Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags Íslands sl. laug­ar­dag, en þar tók hann við verðlaun­um fyr­ir mynd árs­ins 2024.

„Mér finnst vera smá belg­ing­ur í hon­um. En hann er bú­inn að koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi og það er ekk­ert meira um það að segja, en ég kýs að tjá mig ekki efn­is­lega um málið,“ seg­ir Úlfar.

Fá­rán­leg ákvörðun

„Það sem ég er að vitna í er nátt­úru­lega það sem er að ger­ast í fe­brú­ar 2024, þá er verið að hleypa hundruðum manns inn á svæðið til að tæma hús og þetta var nátt­úru­lega al­veg fá­rán­leg ákvörðun,“ sagði Kjart­an Þor­björns­son, blaðaljós­mynd­ari til ára­tuga og löngu greypt­ur í vit­und þjóðar­inn­ar sem Golli, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. 

Kjart­an vís­ar þarna til þess þegar aðgengi fjöl­miðla að ham­fara­slóðum i Grinda­vík var heft með til­skip­un lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um sem hann gagn­rýndi Úlfar Lúðvíks­son lög­reglu­stjóra harðlega fyr­ir í ávarpi sínu á ár­legri sýn­ingu Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags Íslands á laug­ar­dag­inn.

„Það var ekki verið að halda okk­ur í burtu út af ein­hverj­um ör­ygg­is­mál­um þarna, það þarf bara að tala um þetta og þetta hef­ur oft gerst, Súðavík nátt­úru­lega besta dæmið um það,“ seg­ir ljós­mynd­ar­inn sem man tím­ana tvenna í starfs­grein sinni.

Hann kveður Súðavík þó allt annað mál. „Þetta er svo miklu verra af því að í Súðavík var hættu­ástandið miklu meira og óviss­an miklu meiri, þá var eng­um hleypt að til að mynda,“ seg­ir hann. „Úlfar er með alls­herj­ar­vald þarna á svæðinu, og það er bara ákveðið að halda okk­ur fyr­ir utan, hann er með vald um­fram al­manna­varn­ir og vald um­fram rík­is­lög­reglu­stjóra og hann tek­ur það í sig að hann vilji ekki að við mynd­um meira. Hann læt­ur hafa eft­ir sér að það sé bara búið að mynda nóg. Það er bara ekki hans að taka þá ákvörðun.“ »

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert