Gagnrýnir seinagang borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borginni.
Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borginni. mbl.is/María

„Íbúar í Breiðholti hafa litl­ar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar fengið um þær lausn­ir sem nú eru til skoðunar. Upp­lýs­inga­gjöf vegna máls­ins hef­ur verið mjög ábóta­vant og biðin eft­ir lausn­um nokkuð löng,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn, í sam­tali við mbl.is.

Hún gagn­rýn­ir seina­gang borg­ar­inn­ar vegna mál­efna vöru­skemm­unn­ar í Álfa­bakka, en íbú­ar Breiðholts bíða nú tíðinda af þeim lausn­um sem unnið er að vegna máls­ins.
 
„Þetta er eitt stærsta skipu­lags­klúður sem raun­gerst hef­ur í Reykja­vík á síðustu árum. Það hef­ur auðvitað fyrst og fremst hræðileg áhrif á lífs­gæði íbúa að Árskóg­um, en hef­ur vafa­laust jafn­framt valdið miklu óhagræði fyr­ir þá aðila sem hyggj­ast hefja starf­semi í hús­næðinu,“ seg­ir Hild­ur.

„Bet­ur hefði farið á því að end­ur­skipu­leggja alla Mjódd­ina í heild, í því hefði fal­ist mikið tæki­færi til að skapa enn öfl­ugri þunga­miðju versl­un­ar og þjón­ustu fyr­ir Breiðholtið.“

Eng­in tíðindi tveim­ur mánuðum síðar

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi 4. mars sl. lagði Sjálf­stæðis­flokk­ur fram til­lögu um kostnaðarmat mögu­legra sviðsmynda vegna framtíðar stál­grind­ar­húss­ins við Álfa­bakka. Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar vísaði til­lög­unni frá og sagði emb­ætt­is­menn þegar vinna að lausn máls­ins.

„Það er varla til of mik­ils mælst að við fáum að sjá þær sviðsmynd­ir sem liggja á borðinu, svo hægt sé að meta þær leiðir sem eru fær­ar til að bregðast við þessu öm­ur­lega máli. Við átt­um von á niður­stöðum úr vinnu sviðsins í lok janú­ar, en nú tveim­ur mánuðum síðar höf­um við eng­in tíðindi fengið af fram­vindu mála.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert