Geirfinnsmálið ókomið „heim“

Hafnarbúðin kom við sögu í málinu.
Hafnarbúðin kom við sögu í málinu. mbl.is

„Ég las það í frétt­um að lög­regl­an á Suður­landi hefði tekið skýrslu af konu og þar kom jafn­framt fram að lög­regl­an þar ætti von á að hún myndi fram­senda gögn máls­ins til lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, en ég veit ekki til þess að þau séu kom­in í hús,“ seg­ir Úlfar Lúðvíks­son lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Frá því var greint í Morg­un­blaðinu sl. laug­ar­dag að Soffía Sig­urðardótt­ir, syst­ir höf­und­ar nýrr­ar bók­ar um Geirfinns­málið, hefði fyr­ir skemmstu gefið skýrslu hjá lög­regl­unni á Suður­landi, þar sem hún kom á fram­færi upp­lýs­ing­um sem þau systkin búa yfir um hvarf Geirfinns Ein­ars­son­ar sem ekk­ert hef­ur spurst til síðan 19. nóv­em­ber 1974.

Haft var eft­ir Sveini Rún­ari Krist­ins­syni yf­ir­lög­regluþjóni á Suður­landi að málið yrði vænt­an­lega sent til lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, en þar hófst rann­sókn á hvarfi Geirfinns.

Í fyrr­greindri bók kem­ur fram hjá ein­um viðmæl­anda að sá hafi orðið vitni að því sem ung­ur dreng­ur að Geirfinn­ur hafi orðið und­ir í átök­um við ann­an mann að kveldi um­rædds dags og beðið bana í þeim slags­mál­um.

Spurður um hvernig á mál­inu yrði tekið þegar það bær­ist lög­regl­unni á Suður­nesj­um sagði Úlfar að málið yrði skoðað vel og með sam­bæri­leg­um hætti og ávallt væri gert þegar mál bær­ust embætt­inu.

„Það sem lög­regl­an á Suður­landi send­ir okk­ur kem­ur til skoðunar hér hjá embætt­inu og fer í hefðbundið ferli. En ég veit ekki til þess að málið sé komið hingað,“ seg­ir Úlfar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert