Hildur: „Hér er mikið í húfi“

Hildur sagði mikið í húfi og mikilvægt að vanda til …
Hildur sagði mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka í málefnum veiðigjalda og sjávarútvegs. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er burðarás í at­vinnu­lífi um land allt.

„Á und­an­förn­um ára­tug­um hef­ur verið gripið til ým­iss kon­ar aðgerða til að gera ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg sjálf­bær­an og arðbær­an, þannig að óvíða í heim­in­um er sjáv­ar­út­veg­ur rek­inn á eins hag­kvæm­an hátt.

Þessi eft­ir­sókn­ar­verða staða varð ekki til úr engu held­ur bygg­ir hún á rann­sókn­um og ákvörðunum út frá þeim. All­ar breyt­ing­ar á kerf­inu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjón­ar,“ sagði Hild­ur í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag.

Auk­in verðmæta­sköp­un í ís­lensku hag­kerfi

„Nú áðan stóðu hæst­virt­ur at­vinnu­vegaráðherra og hæst­virt­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir kynn­ing­ar­fundi þar sem fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald voru kynnt­ar. Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram. Ég full­yrði að óum­deilt sé að framúrsk­ar­andi lífs­kjör ís­lensku þjóðar­inn­ar byggi á sam­keppn­is­hæfni út­flutn­ings­stoða okk­ar, und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um þjóðar­inn­ar; ferðaþjón­ustu, hug­viti, fram­leiðslu á áli og sjáv­ar­út­vegi,“ sagði Hild­ur í pontu.

„Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er skýrt kveðið á um að stefna skuli að auk­inni verðmæta­sköp­un í ís­lensku hag­kerfi. Það ætti því að vera rík­is­stjórn­inni kapps­mál að styðja við sam­keppn­is­hæfni þess­ara und­ir­stöðuat­vinnu­greina sem og annarra, fjölga störf­um og þannig styðja við hag­vöxt og lífs­kjör. Stund­um þýðir það ein­fald­lega að ríkið þurfi að gera minna. Rík­is­stjórn­in ætl­ar hins veg­ar að gera meira, a.m.k. hvað snert­ir bæði ferðaþjón­ustu og sjáv­ar­út­veg.

Frú for­seti. Hér er mikið í húfi og mik­il­vægt að vanda til verka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert