„Hvað með sjómenn?“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbll.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst mjög at­hygl­is­vert að nú sé það komið fram sem staðfest­ing af hálfu stjórn­valda að verð á upp­sjáv­ar­afla er búið að vera kolrangt á Íslandi og ís­lensk­ir sjó­menn hafa liðið fyr­ir það,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, í sam­tali við mbl.is.

Vís­ar Vil­hjálm­ur til þess að rík­is­stjórn­in ætli að miða við verð upp­sjáv­ar­teg­unda á fisk­mörkuðum í Nor­egi. 

Hann seg­ir verð á upp­sjáv­ar­afla til ís­lenskra sjó­manna ekki hafa end­ur­speglað hið raun­veru­lega og rétta markaðsverð.

„Mitt mat er að eft­ir að stjórn­völd hafa kom­ist að þess­ari niður­stöðu, að verð á upp­sjáv­ar­afla sé alls ekki að end­ur­spegla rétt markaðsverð þá kalli það á að skipuð verði nefnd af hálfu Alþing­is sem rann­saki hversu mikið er búið að stela af ís­lensk­um sjó­mönn­um á liðnum árum og ára­tug­um í ljósi þess­ara staðreynda,“ ritaði Vil­hjálm­ur m.a. á Face­book um málið.

Snert­ir einnig sam­fé­lög­in

Vil­hjálm­ur seg­ir að nú ætli lög­gjaf­inn að tryggja sig og beita lög­gjaf­ar­vald­inu þannig að þetta miðist við markaðsverð.

„Því spyr ég mig, hvað með sjó­menn? Fjár­málaráðherra seg­ir á blaðamanna­fund­in­um, rétt skal vera rétt. Því spyr ég fyr­ir hönd sjó­manna, á ekki rétt að vera rétt hvað varðar verð til sjó­manna?“

Seg­ir Vil­hjálm­ur rétt að hafa það hug­fast að þegar ekki séu greidd rétt verð miðað við markaðsverð verði ekki bara sjó­menn af um­tals­verðum tekj­um held­ur líka sveit­ar­fé­lög­in.

Leit­ast við að greiða hæsta verð

Vil­hjálm­ur seg­ir að stjórn­völd hafi staðfest að verð á upp­sjáv­ar­afla sé búið að vera kolrangt á Íslandi. Íslensk­ir sjó­menn hafi liðið fyr­ir það.

Seg­ir hann að ef lög­gjaf­inn geti heim­ilað og tryggt sig og sagt að rétt skuli vera rétt, þá hljóti það sama að gilda gagn­vart sjó­mönn­um

„Því það stend­ur í okk­ar kjara­samn­ing­um að ávallt skuli leit­ast við að hæsta verð sé greitt. Þá er bara spurn­ing hvort lög­gjaf­inn tryggi að markaðsverð upp­sjáv­ar­afla muni gilda til ís­lenskra sjó­manna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert