Kennarar gætu átt von á uppsagnarbréfi

Nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz settu upp söngvaleikinn Oklahoma í Borgarleikhúsinu …
Nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz settu upp söngvaleikinn Oklahoma í Borgarleikhúsinu síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfs­fólk Söng­skóla Sig­urðar Demetz kall­ar eft­ir end­ur­skoðun á fram­lagi Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga. Kenn­ar­ar skól­ans standa nú frammi fyr­ir því að geta átt von á upp­sagn­ar­bréfi á næstu mánuðum.

Þetta seg­ir í opnu bréfi til ráðherra mennta­mála, Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar, og ráðherra menn­ing­ar­mála, Loga Ein­ars­son­ar.

Í þriðja sinn frá ár­inu 2011

Seg­ir þar enn frem­ur að það yrði í þriðja sinn frá ár­inu 2011 sem kenn­ar­ar skól­ans stæðu frammi fyr­ir upp­sagn­ar­bréfi.

Ástæða þess er sögð vera að sam­komu­lag var gert árið 2011 á milli rík­is og borg­ar sem hafi falið í sér að ríkið tæki yfir greiðslu fyr­ir kennslu á fram­halds­stigi á hljóðfæri og mið- og fram­halds­stigi í söng.

Þá sér jöfn­un­ar­sjóður­inn um að greiða hluta rík­is­ins og sam­komu­lagið hef­ur verið end­ur­nýjað á þriggja ára fresti.

„Vanda­málið ligg­ur í því að upp­hæð fram­lags­ins á þess­um 3 ára tíma­bil­um hækk­ar ein­ung­is eft­ir launa­vísi­tölu en tek­ur ekki til­lit til launa­hækk­ana kenn­ara sem eru stund­um hærri en al­menn launa­vísi­tala, eins og t.d. núna þegar kenn­ar­ar náðu fram 24% launa­hækk­un á tíma­bil­inu 2024-2028. Við kenn­ar­ar fögn­um að sjálf­sögðu þeirri tíma­bæru hækk­un, en ef hún verður til þess að við miss­um vinn­una þá verður að segj­ast að hún sé bjarn­ar­greiði,“ seg­ir í bréf­inu.

Tíu millj­óna króna tap

Þá kem­ur fram að þar sem söng­skól­ar séu í hlut­ar­ins eðli með mun stærri hluta af sín­um kennslu­kostnaði und­ir sam­komu­lag­inu lendi þeir ít­rekað í millj­óna tapi þegar mis­ræmi verður á kennslu­kostnaði og fram­lagi.

Í til­felli Söng­skóla Sig­urðar Demetz hlaupi tapið á um tíu millj­ón­um króna vegna kennslu­kostnaðar á þessu skóla­ári fram í ág­úst. Er upp­hæðin há fyr­ir fá­tæk­an skóla sem reki sig á sléttu.

Í bréf­inu seg­ir að eina leiðin sem skól­inn hafi til að bjarga sér sé að hækka skóla­gjöld sem nú þegar séu með hæsta móti. Þá er bent á að ólög­legt sé að greiða kennslu­kostnað af skóla­gjöld­um en aðstæður neyði þó skól­ann til þess að gera það samt sem áður.

Afar vond staða

„Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf veru­lega niður frá og með næsta hausti ef skól­an­um tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengj­um við í Söng­skóla Sig­urðar Demetz að fjölga í skól­an­um og geta þar með lækkað skóla­gjöld­in á móti sem kæmi al­menn­ingi vel.

Við vilj­um því hvetja full­trúa barna- og mennta­málaráðuneyt­is­ins og sam­bands sveit­ar­fé­lag­anna til þess að end­ur­skoða fram­lag Jöfn­un­ar­sjóðs til sveit­ar­fé­lag­anna þannig að tekið verði til­lit til þess­ar­ar al­var­legu stöðu sem upp er kom­in. Ein­fald­asta breyt­ing­in væri sú að fram­lag til tón­list­ar­skól­anna taki til­lit til launa­hækk­ana kenn­ara frá þeim degi sem hækk­an­irn­ar koma til fram­kvæmd­ar,“ seg­ir í bréf­inu.

Verði að passa upp á söngnámið

Í bréf­inu seg­ir að skól­inn fagni frum­varpi Loga Ein­ars­son­ar menn­ing­ar­málaráðherra um Þjóðaróperu.

„Við fögn­um því að sjálf­sögðu öll þar sem þar verður til vett­vang­ur fyr­ir okk­ar nem­end­ur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir lista­menn sem munu starfa við óper­una í framtíðinni verði til yfir höfuð.“

Þá kem­ur einnig fram að söng­kennsla hafi hingað til verið eini vett­vang­ur­inn fyr­ir ís­lenska söngv­ara til að geta verið með fast­ar tekj­ur. 

„Laus­lega reiknað hef­ur söng­nem­end­um nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykja­vík frá því að þetta nýja sam­komu­lag varð til. Nú þarf að spýta í lóf­ana og laga til í eitt skipti fyr­ir öll. Við skor­um á barna- og mennta­málaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg að brúa bilið milli launa­hækk­ana kenn­ara og launa­vísi­tölu svo að Söng­skóli Sig­urðar Demetz geti starfað áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert