Kristrún rengir tengdamóður á þingi

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra rengdi í gær orð Ólaf­ar Björns­dótt­ur um að hún hefði óskað fyllsta trúnaðar varðandi beiðni sína um fund með for­sæt­is­ráðherra vegna Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra.

Það gerði hún í ræðustól Alþing­is við óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir í gær.

„Það er ein­fald­lega þannig að það kom eng­in ósk um trúnað inn í for­sæt­is­ráðuneytið hvað varðar þetta mál,“ sagði Kristrún.

Þetta kom fram í svari við fyr­ir­spurn Hild­ar Sverr­is­dótt­ur þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, en hún spurði um viðtök­urn­ar sem fyrr­nefnd Ólöf, fyrr­ver­andi tengda­móðir barns­föður Ásthild­ar, hefði fengið þegar hún óskaði áheyrn­ar „vegna viðkvæms máls og bað um leiðbein­ing­ar um hvernig væri best að bera sig að svo fyllsta trúnaðar væri gætt“.

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Karítas

Höfn­un, huns­un og áreiti

Hild­ur kvað hana þvert á móti hafa sætt höfn­un og huns­un, en verra væri að for­sæt­is­ráðherra hefði komið nafni, heim­il­is­fangi og síma­núm­eri til Ásthild­ar Lóu, sem hefði notað það til þess að áreita kon­una með hring­ing­um og óboðinni heim­sókn.

Það var í viðbrögðum við því sem Kristrún hafnaði því að Ólöf hefði óskað trúnaðar, en gaf til kynna að yf­ir­gangs­semi Ásthild­ar Lóu hefði gert úti um ráðherra­dóm henn­ar.

„Það hef­ur eng­inn haldið því fram að það hafi verið eðli­leg hegðun.“

Hringlað með trúnað

Raun­ar hafa trúnaðar­mál­in verið nokkuð á reiki. Upp­haf­lega neitaði for­sæt­is­ráðherra því að hafa rofið nokk­urn trúnað, á föstu­dag út­skýrði for­sæt­is­ráðherra at­hafna­leysi sitt með því að eft­ir­grennsl­an myndi hafa rofið trúnað, en á sunnu­dag aftók for­sæt­is­ráðherra trúnaðarrof, þar sem eng­um trúnaði hefði nokkru sinni verið heitið. Og í gær seg­ir for­sæt­is­ráðherra að aldrei hafi verið óskað eft­ir trúnaði.

Það kem­ur illa heim og sam­an við það sem Ólöf Björns­dótt­ir hef­ur sagt um mála­leit­an sína. Hún kvaðst í viðtali við Rúv. á föstu­dag hafa haft sam­band við for­sæt­is­ráðuneytið áður en hún sendi nokkuð frá sér til for­sæt­is­ráðherra, gagn­gert til að ganga úr skugga um að trúnaður ríkti um það sem kæmi þar fram.

„Ég vildi ekki senda neitt nema vera viss um að það færi ekki út um borg og bý,“ sagði Ólöf.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert