Leita allra lausna: Örvænting meðal starfsfólks

Kvikmyndaskóli Íslands.
Kvikmyndaskóli Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, rektor Kvik­mynda­skóla Íslands, seg­ir for­svars­menn skól­ans í sam­tali við stjórn­völd og að leitað sé allra lausna til að halda starf­semi skól­ans gang­andi og greiða starfs­fólki laun. Skól­inn sé enn op­inn og nám­skeið kennd en starfs­fólk bíði vissu­lega ör­vænt­ing­ar­fullt eft­ir svör­um.

Greint var frá í gær að skól­inn væri far­inn í gjaldþrotameðferð.

Málið á borði stjórn­valda

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Hlín vera búin að upp­lýsa starfs­fólk skól­ans um að mik­il­væg­ir fund­ir hafi verið haldn­ir í ráðuneyt­um í dag þar sem verið er að taka málið fyr­ir ít­ar­lega.

Mánuðum sam­an hafa staðið yfir viðræður milli skól­ans og há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins sem og mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins um yf­ir­færslu mál­efna skól­ans úr síðar­nefnda ráðuneyt­inu yfir í það fyrr­nefnda.

Starfs­fólk orðið ör­vænt­ing­ar­fullt

Þá seg­ist Hlín hafa fundað með starfs­fólki skól­ans klukk­an 11 í morg­un þar sem farið var yfir stöðuna og seg­ir hún nálg­un allra sem að mál­inu koma, þar á meðal stjórn­valda, vera að allt verði gert til þess að bjarga nem­end­um.

„Þá þarf auðvitað að halda kennslu gang­andi og þá þarf auðvitað að greiða laun kenn­ara,“ seg­ir Hlín og tek­ur fram að mikið starf sé í gangi núna við að vinna að því en nefn­ir einnig að ör­vænt­ingu sé að finna á meðal starfs­fólks­ins.

Skól­inn op­inn og nám­skeið kennd

Hún seg­ist hafa fundað með nem­enda­fé­lagi skól­ans síðasta föstu­dag og talað þá einnig við nem­end­ur skól­ans.

„Ég bara blés þeim smá von í brjóst sem ég taldi mig eiga inni­stæðu fyr­ir og ég veit að það er vilji til að leysa þetta og ég sagði þeim það og að við mynd­um halda skól­an­um opn­um og leita allra leiða til að það yrði kennt þau nám­skeið sem eru í gangi.“

Lítið um af­föll

Í tölvu­pósti sem Hlín sendi starfs­fólki skól­ans var leitað á náðir þeirra um að gefa for­svars­mönn­um svig­rúm til að leysa úr mál­un­um, en hún tek­ur þó fram að hver ein­asta mín­úta skipti máli.

Það hef­ur verið al­veg ótrú­leg­ur vel­vilji frá þessu frá­bæra starfs­fólki og kenn­ur­um sem við erum svo lán­söm að hafa. Þannig það hafa ekki verið mik­il af­föll.

Seg­ir Hlín að, enn sem komið er, sé einn kenn­ari sem hafi ekki séð sér fært um að halda áfram, en það hafi verið vegna aðstæðna heima fyr­ir.

Þá seg­ir hún starfs­fólkið vera sam­an á spjallþræði þar sem Hlín reyni að veita upp­lýs­ing­ar um stöðu mála reglu­lega.

Trúa því að skól­inn haldi áfram

Hvað sérðu fyr­ir þér að þurfi að ger­ast svo að skól­inn lifi þetta af?

„Það er margt sem þarf að ger­ast. En fyrst og fremst vilj­um við horfa á nem­end­ur og starfs­fólk. Það er það sem við horf­um á núm­er eitt, tvö og þrjú. Við vilj­um allt til þess vinna að þessu miss­eri verði bara lokið eins og lög gera ráð fyr­ir og við stefn­um þangað.

Það er sam­talið sem á sér stað núna. Síðan verður bara að ráðast með fram­haldið. En við trú­um því hér í skól­an­um að okk­ur beri gæfa til þess að sjá hann halda áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert