Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði gæti lögregla kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum.
Þetta sagði Karl Steinar í viðtali í Silfrinu á RÚV í gærkvöld þar sem fjallað var um öryggismál Íslands á breyttum tímum, ekki síst breytingum Bandaríkjastjórnar gagnvart Rússum í stríðátökunum gegn Úkraínu.
„Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar meðal annars í viðtalinu.
Aðspurður hve marga væri hægt að kalla til, og í hvaða verkefni, sagði Karl að hægt væri að kalla til fleiri hundruð manns.