Lögregla gæti kallað almenning til þjónustu

Karl Steinar Valsson.
Karl Steinar Valsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­maður ör­ygg­is- og grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að í hættuaðstæðum eins og hugs­an­legu stríði gæti lög­regla kallað til fólk úr röðum al­menn­ings til að sinna til­tekn­um verk­efn­um.

Þetta sagði Karl Stein­ar í viðtali í Silfr­inu á RÚV í gær­kvöld þar sem fjallað var um ör­ygg­is­mál Íslands á breytt­um tím­um, ekki síst breyt­ing­um Banda­ríkja­stjórn­ar gagn­vart Rúss­um í stríðátök­un­um gegn Úkraínu.

„Hvað eru menn að tala um? Sjó­her, land­her eða flug­her? Við eig­um ákveðnar laga­heim­ild­ir, meðal ann­ars inn­an al­manna­varna­kerf­is­ins, þá get­ur lög­regla kallað fólk til. Við höf­um þær heim­ild­ir, þær vald­beit­inga­heim­ild­ir. Sjálf­um hugn­ast mér miklu meira að við styðjum al­menni­lega við þær stofn­an­ir sem eru til staðar í land­inu,“ sagði Karl Stein­ar meðal ann­ars í viðtal­inu.

Aðspurður hve marga væri hægt að kalla til, og í hvaða verk­efni, sagði Karl að hægt væri að kalla til fleiri hundruð manns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert