Ráðherra telur borg eiga að borga

Búið er að fella mörg hundruð tré í Öskjuhlíðinni.
Búið er að fella mörg hundruð tré í Öskjuhlíðinni. Ljósmynd/Isavia

„Ég tel rétt að borg­in borgi þenn­an kostnað. Öskju­hlíðin og trén eru eign Reykja­vík­ur­borg­ar og því ber borg­inni að sjá um trjá­fell­ing­arn­ar þar sem málið varðar þjóðarör­yggi, þar sem er starf­semi flug­vall­ar­ins. Vand­inn sem af þessu hef­ur stafað er sá að Reykja­vík­ur­borg hef­ur ekki gætt að því að trén vaxi ekki upp í hindr­un­ar­flöt­inn.“

Þeta seg­ir Eyj­ólf­ur Ármanns­son sam­gönguráðherra spurður um hver eigi að bera kostnaðinn vegna trjá­fell­ing­anna í Öskju­hlíð.

Tek­ist á um kostnað

Hann seg­ist ekk­ert hafa heyrt um að ríkið eigi að bera þenn­an kostnað og eng­ar slík­ar fjár­kröf­ur borist rík­inu.

„Málið er til meðferðar hjá Sam­göngu­stofu og ég er bjart­sýnn á að þessu fari að ljúka.“

Á fundi borg­ar­ráðs á dög­un­um, þegar aðgerðaáætl­un borg­ar­inn­ar um skóg­ar­höggið var samþykkt, bókuðu full­trú­ar meiri­hlut­ans og Fram­sókn­ar­flokks­ins að þeir teldu að ríkið ætti að greiða þenn­an kostnað.

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir for­seti borg­ar­stjórn­ar tel­ur ríkið eiga að bera kostnað vegna trjá­fell­ing­anna.

„Við telj­um rétt­ast að ríkið standi straum af kostnaði vegna trjá­fell­ing­anna og ég tel rétt­ast að taka sam­tal um þetta,“ seg­ir Sanna.

Nú komið þið til með að borga reikn­ing­ana. Munið þið hafa frum­kvæðið að því að ríkið taki kostnaðinn á sig?

„Við höf­um ekki rætt það á þessu stigi máls­ins,“ seg­ir Sanna.

Eyj­ólf­ur seg­ir að það séu góðar frétt­ir að verið sé að fella trén og nú sé það í hönd­um Isa­via og Sam­göngu­stofu að meta hvort nóg sé að gert og ef svo er þá verði hægt að opna flug­braut­ina.

„Ég vona að það gangi sem hraðast fyr­ir sig. Það er búið að vera ómögu­legt að hafa þessa flug­braut lokaða fyr­ir farþega­flugið svona lengi og ég von­ast til að hún opn­ist sem fyrst.“

Eyj­ólf­ur tel­ur að svæðið þar sem búið er að fella hæstu trén geti orðið mjög gott úti­vist­ar­svæði. Nú sé þessi vinna langt kom­in og því beri að fagna þegar um­ferð kemst á flug­braut­ina.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert