Tan vill byggja þrjú hótel í Skálafelli

Hótelkeðja í eigu Vincents Tans vill byggja í Skálafelli.
Hótelkeðja í eigu Vincents Tans vill byggja í Skálafelli. AFP

Berjaya Hotels Ice­land hf. hef­ur sent um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um mikla upp­bygg­ingu hót­el­starf­semi við ræt­ur Skála­fells. Er hót­elkeðjan með áform um þrjú lúx­us­hót­el þar.

Heild­ar­fer­metra­fjöldi er áætlaður 70 þúsund. Verk­efna­stjóri skipu­lags­full­trúa hef­ur fengið um­sókn­ina til meðferðar. Óskað er eft­ir því við borg­ina að unnið verði deili­skipu­lag fyr­ir um­rætt svæði í hlíðum Skála­fells. Í skipu­lags­lýs­ingu, sem unn­in er af T.ark arki­tekt­um, seg­ir að lýs­ing­in nái til Kýr­hóls­flóa og Stóra-Bugðuflóa við Skála­fell.

Berjaya Hotels er í eigu malasískr­ar hót­el­sam­steypu og rek­ur sjö hót­el í Reykja­vík og sex á lands­byggðinni. Stofn­andi Berjaya Corporati­on er millj­arðamær­ing­ur­inn Vincent Tan, sem einnig á enska knatt­spyrnu­fé­lagið Car­diff City. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert