„Það er sannanlega rangt“

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Karítas

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði eitt það al­var­leg­asta sem ger­ist í þing­ræðis­ríkj­um vera að ráðherra segi þing­inu ekki satt. Þá sagði hún um­mæli Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og upp­ljóstr­ara máls fyrr­ver­andi barna- og mennta­málaráðherra, Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, ekki sam­ræm­ast.

„Báðar geta ekki verið að segja satt,“ sagði Hild­ur, er hún ávarpaði þingið und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta Alþing­is í dag.

Hild­ur sagði Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra hafa full­yrt að eng­in ósk um trúnað hafi komið inn í for­sæt­is­ráðuneytið varðandi það mál að upp­lýs­ing­um var komið á fram­færi til þáver­andi barna- og mennta­málaráðherra. Seg­ir hún það stang­ast á við af­drátt­ar­laus­ar full­yrðing­ar upp­ljóstr­ara máls­ins.

Bætti hún við að for­sæt­is­ráðherra hafi raun­ar sagt í pontu að í birtri tíma­línu ráðuneyt­is­ins kæmi fram að eng­in ósk um trúnað hefði komið inn í for­sæt­is­ráðuneytið, „það er sann­an­lega rangt. Það kem­ur hvergi fram í þeim gögn­um sem ráðuneytið birti“.

Bergþór tek­ur und­ir um­mæli Hild­ar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, tók í svipaðan streng og Hild­ur og sagði nauðsyn­legt að þeir ang­ar máls­ins snúi ekki að at­b­urðum fyr­ir 35 árum síðan, held­ur því sem gerst hef­ur síðustu daga á þing­inu og utan þess.

„Mér þykir blasa við að hæst­virt­ur for­seti hlut­ist til um það, með þing­flokks­for­mönn­um eft­ir at­vik­um eða for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, að málið verði tekið þar til skoðunar, og þeir ang­ar þess sem óljós­ir eru leidd­ir þar í jörðu, með það fyr­ir aug­um að það sé hægt að skilja þetta mál, draga línu í sand­inn og halda áfram.

Meg­in­at­riðin eru meðferð for­ystu­manna stjórn­ar­flokk­anna á þeim mál­um og því máli sem hér er und­ir, gögn­um og fund­ar­beiðnum, beiðni um trúnað og fram eft­ir göt­un­um. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hlýt­ur að vera rétti vett­vang­ur­inn fyr­ir okk­ur hér í þing­inu að leiða það í jörðu.“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert