Tveimur konum sleppt úr haldi

Fimm sitja áfram í gæsluvarðhaldi.
Fimm sitja áfram í gæsluvarðhaldi. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Tveim­ur kon­um sem hafa setið í gæslu­v­arðhaldi vegna rann­sókn­ar lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi á meintu mann­drápi, frels­is­svipt­ingu og fjár­kúg­un var sleppt úr haldi í dag. 

Sitja fimm ein­stak­ling­ar áfram í gæslu­v­arðhaldi, fjór­ir karl­menn og ein kona. 

Frá þessu grein­ir lög­regl­an á Suður­landi í færslu á Face­book. 

Seg­ir þar að rann­sókn máls­ins miði vel en að ekki sé unnt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert