Vara við styrkjum í dagskrárgerð RÚV

Fimm stjórnarmenn segja að varhugavert sé að taka við styrkjum …
Fimm stjórnarmenn segja að varhugavert sé að taka við styrkjum frá hagsmunaaðilum vegna dagskrárgerðar stofnunarinnar. mbl.is/Eyþór

Stjórn­end­ur Rík­is­út­varps­ins eru varaðir við því að taka við styrkj­um frá hags­munaaðilum í tengsl­um við dag­skrár­gerð. Þetta kem­ur fram í bók­un sem fimm stjórn­ar­menn lögðu fram á síðasta fundi stjórn­ar RÚV. Fund­ur­inn var hald­inn 28. fe­brú­ar en fund­ar­gerð var birt um helg­ina.

Bók­un­in var lögð fram í tengsl­um við minn­is­blað með upp­lýs­ing­um um hvaða viðmið RÚV hefði þegar kæmi að kostaðri um­fjöll­un. Stjórn­ar­maður­inn Ingvar Smári Birg­is­son hafði óskað eft­ir þeim upp­lýs­ing­um.

Stjórn­ar­menn­irn­ir Ingvar Smári Birg­is­son, Aron Ólafs­son, Mörður Áslaug­ar­son, Rósa Krist­ins­dótt­ir og Þrá­inn Óskars­son bókuðu eft­ir­far­andi:

„Var­huga­vert er að taka við styrkj­um frá hags­munaaðilum í tengsl­um við dag­skrár­gerð. Í því sam­bandi vís­ast til Life Icewater-verk­efn­is­ins, þar sem fyr­ir­hugað er að stofn­un­in fái styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu í tengsl­um við um­fjöll­un sína um verk­efnið, sem lýt­ur að því mark­miði að efla og flýta inn­leiðingu vatna­áætl­un­ar á Íslandi. Hvatt er til þess að stofn­un­in móti sér viðmið um í hvaða til­vik­um sé tekið við styrkj­um í tengsl­um við dag­skrár­gerð.“

Sam­starfsaðilar greiða laun

Ingvar Smári hafði spurt á stjórn­ar­fundi 18. des­em­ber síðastliðinn hvort regl­ur væru um kostaða um­fjöll­un, í hvaða til­vik­um slík um­fjöll­un væri heim­il og hvernig rit­stjórn­ar­frelsi stofn­un­ar­inn­ar væri tryggt þegar RÚV fær greitt fyr­ir um­fjöll­un. Einnig var óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um hvort for­dæmi væru fyr­ir kostaðri um­fjöll­un hjá RÚV á síðustu fimm árum.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert