Veittust að manni með felgulykli og frelsissviptu

Tvímenniningarnir neyddu manninn í bifreið og keyrðu með hann út …
Tvímenniningarnir neyddu manninn í bifreið og keyrðu með hann út á Gróttu. Var hann beittur ofbeldi á leiðinni og hótað að líf hans væri í hættu ef hann borgaði mönnunum ekki. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir er­lend­ir karl­menn hafa verið ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir að hafa svipt ann­an mann frelsi og beitt hann of­beldi og hót­un­um til að ná af hon­um verðmæt­um í júní 2020. Lömdu þeir mann­inn meðal ann­ars með felgulykli, neyddu hann inn í bif­reið og óku á brott.

Ákær­an yfir mönn­un­um tveim­ur er birt í Lög­birt­inga­blaðinu þar sem ekki hef­ur tek­ist að birta öðrum þeirra ákær­una.

Eru árás­ar­menn­irn­ir báðir um 45 ára gaml­ir og í ákæru sagðir með bú­setu í sama hús­næði hér á landi. Sam­kvæmt þjóðskrá eru þeir hins veg­ar skráðir bú­sett­ir er­lend­is. Sá sem fyr­ir árás­inni varð er 35 ára og er skráður með lög­heim­ili í Lett­landi, en þegar árás­in átti sér stað bjó hann í miðbæ Reykja­vík­ur.

Sam­kvæmt ákæru eru árás­ar­menn­irn­ir sagðir hafa mælt sér mót við hann fyr­ir utan heim­ili hans í miðbæn­um. Reyndu þeir að fá hann inn í bif­reið, en sá sem fyr­ir árás­inni varð reyndi að hlaupa í burtu. Náðu tví­menn­ing­arn­ir hon­um og veitt­ust að hon­um með of­beldi og spörk­um sam­kvæmt ákæru og sló ann­ar árás­ar­mann­anna hann með felgulykli.

Var hann því næst neydd­ur inn í bíl­inn og keyrður að Gróttu­vita. Á leiðinni til baka þaðan voru menn­irn­ir stöðvaðir af lög­reglu í Tryggvagötu.

Fram kem­ur að á meðan á öku­ferðinni hafi staðið hafi þeim sem fyr­ir árás­inni varð ít­rekað verið veitt hnefa­högg, stung­ur með felgulykli og þess kraf­ist að hann myndi greiða þeim pen­inga. Ef hann gerði það ekki væri líf hans í hættu.

Auk þess sem kraf­ist er refs­ing­ar í mál­inu fer sá sem fyr­ir árás­inni varð fram á 1,5 millj­ón­ir í bæt­ur í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert