Vinnuslys í Árbænum: Borvél stakkst í læri manns

Slysið átti sér stað í Árbænum.
Slysið átti sér stað í Árbænum. mbl.is

Til­kynnt var um vinnu­slys í Árbæn­um í dag þar sem bor­vél datt ofan af vinnupalli og stakkst í læri á viðkom­andi. 

Maður­inn var flutt­ur á bráðamót­töku Land­spít­al­ans til aðhlynn­ing­ar. 

Frá þessu er greint í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem seg­ir frá verk­efn­um henn­ar frá klukk­an 5 í morg­un og til 17 í dag. 

Ekki koma fram frek­ari upp­lýs­ing­ar um slysið eða líðan manns­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert