Vonast til þess að samningur náist

Í gær undirritaði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna nýjan kjarasamning við …
Í gær undirritaði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Ingimars­son, formaður Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, seg­ir nýj­an kjara­samn­ing að mestu byggðan á þeim samn­ingi sem felld­ur var síðast. Breyt­ing­ar fel­ist aðallega í betri skil­grein­ingu ákveðinna þátta samn­ings­ins og minni­hátt­ar til­fær­ing­um.

„Mennt­un­ar­kafl­inn í samn­ingn­um, sem er nýr, er bet­ur skil­greind­ur varðandi viðbót­ar­nám og fleira, einnig hvaða nám eigi að falla þar und­ir. Ef viðkom­andi hef­ur há­skóla­mennt­un sem er ekki beint tengd starf­inu.

Við telj­um að allt nám nýt­ist fólki. Það er ákveðið ferli að fara í skóla, þú þarft öguð vinnu­brögð og lær­ir skipu­lag og fleira, við vilj­um meina að það nýt­ist í öllu starfi. Nú er betri túlk­un á því hvaða nám á að falla þarna und­ir,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is, auk þess hafi ein­hverj­ar til­færsl­ur verið gerðar á því fjár­magni sem sett er í samn­ing­inn.

Þó breyt­ing­ar fel­ist aðallega í minni­hátt­ar túlk­un­ar­atriðum seg­ir Bjarni muna um þær og von­ast til að samn­ing­ur ná­ist, en stefnt er að því að kynna nýj­a kjara­samn­ing­inn fyr­ir helgi og að at­kvæðagreiðsla fari fram dag­ana 28. mars til 1. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert