Yngstu börnunum býðst bólusetning gegn RS

Veiran leggst einkum þungt á börn undir eins árs aldri.
Veiran leggst einkum þungt á börn undir eins árs aldri. Ljósmynd/Colourbox

Börn sem hafa ekki náð sex mánaða aldri geta fengið bólu­setn­ingu við RS-veiru frá og með næsta hausti. Alma Möller heil­brigðisráðherra hef­ur heim­ilað sótt­varna­lækni að ganga til kaupa á mót­efni við RS-veiru til tveggja ára. 

Einnig verður börn­um sem fæðast þegar RS-veirufar­aldr­ar ganga yfir boðin bólu­setn­ing. Hátt í 4.500 börn­um verður boðin bólu­setn­ing­in næsta vet­ur.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins. 

RS-veir­an er al­geng önd­un­ar­veiru­sýk­ing sem geng­ur í stór­um faröldr­um yfir vetr­ar­tím­ann og leggst einkum þungt á börn á fyrsta ald­ursári. Til þessa hafa aðeins fyr­ir­bur­ar og börn með til­tek­in heilsu­far­svanda­mál átt kost á bólu­setn­ingu gegn RS-veiru, til að verja þau viðkvæm­ustu fyr­ir al­var­leg­um veik­ind­um. 

Al­geng­asta ástæða inn­lagna á spít­ala

Sýk­ing­ar af völd­um veirunn­ar er ein al­geng­asta ástæða inn­lagna barna um alla Evr­ópu. Hér á landi hef­ur inn­lögn­um fjölgað síðastliðin ár og eru lang­flest barna sem leggj­ast inn á fyrsta ald­ursári. 

„Það eru stór og mik­il­væg tíma­mót að geta hafið bólu­setn­ingu með mót­efni við RS-veirunni til að vernda yngstu börn­in sem eru viðkvæm­ust fyr­ir. Reynsla af efn­inu er góð og ég hvet for­eldra til að þiggja þessa mik­il­vægu for­vörn fyr­ir börn­in sín þegar hún býðst,“ er haft eft­ir Ölmu Möller. 

Guðrún Asp­e­lund sótt­varn­ar­lækn­ir tel­ur lík­legt að reynsla af for­vörn gegn RS-veiru muni leiða í ljós margþætt­an sam­fé­lags­leg­an ávinn­ing. Seg­ir hún að þrátt fyr­ir um­tals­verðan kostnað verði bólu­setn­ing ung­barna gegn vírusn­um engu að síður hag­kvæm þegar upp er staðið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert