Ekki hirt um farþegaupplýsingar

Til stendur að breyta lögum um farþegaupplýsingar.
Til stendur að breyta lögum um farþegaupplýsingar. mbl.is/Karítas

Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um seg­ir það furðu gegna að ís­lensk stjórn­völd hafi ekki hirt um það svo árum skipti að afla nauðsyn­legra upp­lýs­inga um farþega og áhafn­ir ein­stakra flug­fé­laga evr­ópskra sem fljúga til og frá Íslandi, enda standi lög til ann­ars.

Þetta kem­ur m.a. fram í um­sögn lög­reglu­stjór­ans um frum­varp dóms­málaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi, þar sem mælt er fyr­ir um breyt­ing­ar á lög­um um landa­mæri, lög­reglu­lög­um og tolla­lög­um. Frum­varp­inu er ætlað, þegar að lög­um verður, að sjá til þess að yf­ir­völd fái all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um farþega og áhafn­ir frá flug­fé­lög­um og öðrum flytj­end­um.

Nokk­ur flug­fé­lög hafa ekki af­hent yf­ir­völd­um farþegalista sína við komu hingað til lands og kom­ist upp með það hingað til og borið við reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins um per­sónu­vernd.

Hef­ur þetta leitt til þess að farþega­upp­lýs­ing­ar um 7% þeirra sem hingað koma frá öðrum lönd­um inn­an Schengen-svæðis­ins hef­ur skort. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert