Ekki líklegt að kynhlutlaust mál verði „ráðandi“

Eiríkur telur ólíklegt að einhverjar skyndilegar breytingar eða kollsteypur verði …
Eiríkur telur ólíklegt að einhverjar skyndilegar breytingar eða kollsteypur verði á næstunni. mbl.is/Eyþór

„Það er því ekki lík­legt að kyn­hlut­laust mál verði „ráðandi“ í ís­lensku mál­sam­fé­lagi í ná­inni framtíð, ef átt er við að kynja­halla tungu­máls­ins verði út­rýmt með öllu,“ seg­ir Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, í svari á Vís­inda­vefn­um.

Svar­ar hann þar þeirri spurn­ingu hver framtíðarstaða ís­lensk­unn­ar verði ef kyn­hlut­laust mál verði ráðandi.

Ei­rík­ur seg­ir þó vel hugs­an­legt, þótt ómögu­legt sé að full­yrða nokkuð um það, að smátt og smátt dragi úr kynja­halla vegna meðvitaðra aðgerða í þá átt. Það sé ekki lík­legt að nein­ar skyndi­leg­ar breyt­ing­ar eða kollsteyp­ur verði í þess­um efn­um.

„Hvað sem því líður er eng­in ástæða til að ætla að breyt­ing­ar í átt til kyn­hlut­leys­is hafi stór­vægi­leg áhrif á framtíðar­stöðu ís­lensku. Eft­ir sem áður verða þrjú kyn í mál­inu og þótt inn­byrðis verka­skipt­ing þeirra breyt­ist eitt­hvað, og búin verði til ein­hver ný hvor­ug­kynsorð í stað karl­kynsorða, held­ur málið áfram að vera ís­lenska,“ skrif­ar Ei­rík­ur.

Íslenska er kynjað mál

Í svari sínu seg­ir Ei­rík­ur að ís­lenska sé mjög kynjað mál í þeim skiln­ingi að öll fall­orð máls­ins hafi eitt­hvert þriggja kynja, karl­kyns, kven­kyns eða hvor­ug­kyns.

„Kynið er fast­ur eig­in­leiki nafn­orða þannig að hvert nafn­orð er aðeins til í einu kyni (með ör­fá­um und­an­tekn­ing­um) en kynið er hins veg­ar beyg­ing­arþátt­ur í lýs­ing­ar­orðum, for­nöfn­um og tölu­orðum – þau geta staðið í hvaða kyni sem er og þiggja kyn sitt oft­ast frá nafn­orði. Það væri vit­an­lega ger­breyt­ing á mál­inu ef nafn­orð yrðu kyn­laus eða lýs­ing­ar­orð, for­nöfn og tölu­orð hættu að beygj­ast í kynj­um, enda hef­ur eng­um dottið neitt slíkt í hug. Umræða um svo­kallað kyn­hlut­leysi máls­ins snýst ekki um neitt í þá veru, held­ur um tengsl­in milli mál­fræðilegs kyns og líf­fræðilegs kyns eða kyn­vit­und­ar fólks,“ skrif­ar Ei­rík­ur.

Kynja­hall­inn er mik­ill

Hann seg­ir að halda megi því fram að í ís­lensku sé mik­ill kynja­halli, tungu­málið sé mjög karllægt. Með því sé átt við að mál­fræðilegt karl­kyn er mjög oft notað án þess að vísað sé, ein­göngu, til karla.

„Þetta kem­ur einkum fram á þrenn­an hátt. Í fyrsta lagi er karl­kyn oft notað í vís­un til ein­stak­linga og hópa sem eru óskil­greind­ir eða ekki af­markaðir – all­ir eru vel­komn­ir, fjór­ir eru slasaðir, eng­inn er ómiss­andi. Í öðru lagi er karl­kynsorðið maður, sem oft merk­ir ein­göngu ‚karl­maður‘ (maður og kona, maður­inn minn), einnig notað í al­mennri merk­ingu – maður­inn er spen­dýr, menn eru í vafa. Í þriðja lagi eru lang­flest starfs-, hlut­verks- og þjóðaheiti karl­kyns – formaður, vís­indamaður, for­stjóri, skip­herra, barþjónn, tölv­un­ar­fræðing­ur, kenn­ari, Íslend­ing­ur, Dani,“ skrif­ar Ei­rík­ur.

Öll eru vel­kom­in

Hann fer svo yfir það að á síðustu árum hafi verið gerðar ýms­ar til­raun­ir til að draga úr kynja­hall­an­um og færa málið í átt til kyn­hlut­leys­is, svo sem að nota hvor­ug­kyn sem hlut­laust kyn í stað karl­kyns, vís­un í hópa með óþekkta kynja­sam­setn­ingu, öll eru vel­kom­in, fjög­ur eru slösuð og svo fram­veg­is.

„Einnig hef­ur verið reynt að draga úr notk­un orðsins maður og sam­setn­inga af því, bæði með því að nota orð eins og mann­eskja og man og með því að búa til sam­setn­ing­ar með -fólk í stað -maður (til dæm­is stjórn­mála­fólk, þing­fólk) eða sam­setn­ing­ar með -kona við hlið sam­setn­inga með -maður (til dæm­is þing­kona). En fjöl­mörg vanda­mál og vafa­mál koma upp í tengsl­um við slík­ar breyt­ing­ar – þetta er enn stutt á veg komið og óljóst hvernig það á eft­ir að þró­ast,“ skrif­ar Ei­rík­ur.

Hann seg­ir að lík­leg­ast yrði snún­ast að fást við starfs-, hlut­verks- og íbúa­heit­in. Þó að þessi heiti séu mál­fræðilega karl­kyns eru þau eigi að síður kyn­hlut­laus í þeim skiln­ingi að þau eru notuð um fólk af öll­um kynj­um.

„Aug­ljós­lega væri meiri­hátt­ar mál að búa til hvor­ug­kynsorð í stað þeirra allra og litl­ar lík­ur á að það verði gert í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð, enda oft haldið fram að það sé full­kom­lega ástæðulaust því að mál­fræðilegt kyn og kyn fólks sé tvennt ólíkt,“ skrif­ar Ei­rík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert