Forsendur brostnar

„Kannski þýðir það að þetta sé bara að fara að …
„Kannski þýðir það að þetta sé bara að fara að verða búið,“ segir Þorvaldur. Samsett mynd mbl.is/Arnþór Birkisson/mbl.is/Árni Sæberg

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur seg­ir að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hvenær það gjósi næst á Reykja­nesskag­an­um. Þær for­send­ur sem hafi verið notaðar til að tíma­setja fyrri gos séu brostn­ar.

Síðasta gos á Sund­hnúkagígaröðinni var 20. nóv­em­ber 2024 og ent­ist fram til 9. des­em­ber. 

Spár um hvenær næsta gos gæti brot­ist upp hafa hingað til ekki gengið eft­ir.

Kúrf­an að fletj­ast út

„Það virðist nú vera frek­ar ró­legt á Reykja­nes­inu að mestu leyti. Það eru ein­hverj­ir smá­skjálft­ar í kring­um Sund­hnúkagíga en það virðist ekki vera neitt svaka­legt í gangi þar,“ seg­ir Þor­vald­ur í sam­tali við mbl.is.

„Það virðist hafa hægst veru­lega á þessu landrisi. Það er orðið ansi flatt.“

Hann seg­ir landrisið hafa verið mjög hægt í mars og að sú kúrfa sem hafi verið að lyft­ast sé nú að fletj­ast út.

„Kannski þýðir það að þetta sé bara að fara að verða búið.“

Brostn­ar for­send­ur

Hann seg­ir þó að það sé mik­il­vægt að hugsa til þess að þær for­send­ur sem notaðar hafa verið til þess að tíma­setja fyrri gos séu í raun brostn­ar og því ónot­hæf­ar til þess að spá um fyr­ir næsta gos.

Því seg­ir hann gos allt eins geta haf­ist á morg­un eða eft­ir viku, ef ein­hvern tím­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert