Samningum sagt upp við kennara og leigusala

Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta.
Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvik­mynda­skóli Íslands hef­ur verið tek­inn til gjaldþrota­skipta. Reyn­ir Karls­son, skipta­stjóri í þrota­bú­inu, seg­ir aðstand­end­ur skól­ans enn halda í von­ina að það tak­ist að bjarga skól­an­um.

„Ég veit ekki hvernig það end­ar, það er ekki búið fyrr en það er búið,“ seg­ir Reyn­ir.

Mik­il saga og merki­legt starf

Aðspurður seg­ir Reyn­ir að búið sé að segja upp samn­ing­um við kenn­ara og leigu­sala en hann geti ekki tjáð sig nán­ar um stöðu skól­ans eins og er.

„Ég kem ekki beint að til­raun­um til að bjarga skól­an­um. Ef menn ákveða að fara í ein­hverj­ar björg­un­araðgerðir, þá kem ég ein­göngu að þeim sem skipta­stjóri þrota­bús­ins og inn­an þeirra laga­heim­ilda sem eiga við. Hvernig menn ætla að fara að því ligg­ur ekki ljóst fyr­ir enn þá,“ seg­ir Reyn­ir.

„Það er að mörgu leyti mik­il saga þarna á bakvið og að mörgu leyti merki­legt starf sem hef­ur farið þarna fram.“

Reynir segir að búið sé að segja upp samningum við …
Reyn­ir seg­ir að búið sé að segja upp samn­ing­um við kenn­ara og leigu­sala. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert