Snerting hlaut 10 Eddur

Egill Ólafsson í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Myndin …
Egill Ólafsson í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Myndin hlaut alls tíu Eddu-verðlaun.

Kvik­mynd­in Snert­ing í leik­stjórn Baltas­ars Kor­máks hlaut flest­ar Edd­ur, eða sam­tals tíu, þegar verðlaun Íslensku sjón­varps- og kvik­mynda­aka­demí­unn­ar (ÍSKA) voru af­hent við hátíðlega at­höfn á Hilt­on-hót­eli fyrr í kvöld.

Mynd­in var meðal ann­ars verðlaunuð fyr­ir besta hand­ritið sem Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son og Baltas­ar Kor­mák­ur skrifuðu í sam­ein­ingu. Eg­ill Ólafs­son og Pálmi Kor­mák­ur voru báðir verðlaunaðir fyr­ir best­an leik, Eg­ill í aðal­hlut­verki og Pálmi í auka­hlut­verki.

Katla Njálsdóttir og Elín Hall í kvikmyndinni Ljósbrot sem Rúnar …
Katla Njáls­dótt­ir og Elín Hall í kvik­mynd­inni Ljós­brot sem Rún­ar Rún­ars­son leik­stýrði. Mynd­in hlaut alls fimm Eddu-verðlaun.

Kvik­mynd­in Ljós­brot í leik­stjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar hlaut næst­flest verðlaun, eða fimm sam­tals. Hún var val­in besta kvik­mynd árs­ins og Rún­ar besti leik­stjóri árs­ins. Elín Hall og Katla Njáls­dótt­ir voru báðar verðlaunaðar fyr­ir best­an leik, Elín í aðal­hlut­verki og Katla í auka­hlut­verki.

Veitt voru Eddu-verðlaun í sjö aðal­flokk­um og 14 fag­verðlauna­flokk­um. Auk þess hlutu hjón­in Eg­ill Ólafs­son og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir heiður­sverðlaun árs­ins fyr­ir ómet­an­legt fram­lag til ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar.

Fylgst með kvikmyndatökum á Egilstaðaflugvelli. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson.
Fylgst með kvik­mynda­tök­um á Eg­ilstaðaflug­velli. Tinna Gunn­laugs­dótt­ir og Eg­ill Ólafs­son.

Heild­arlisti Eddu-verðlauna árið 2025

Aðal­flokk­ar:

1. Barna- og ung­linga­efni árs­ins: Geltu
2. Er­lend kvik­mynd árs­ins: Elsk­ling
3. Heim­ilda­mynd árs­ins: Fjallið það öskr­ar
4. Heim­ild­astutt­mynd árs­ins: Kirsu­berjatóm­at­ar
5. Kvik­mynd árs­ins: Ljós­brot
6. Stutt­mynd árs­ins: O

Kvikmyndin Elskling sem Lilja Ingolfsdottir leikstýrði var valin besta erlenda …
Kvik­mynd­in Elsk­ling sem Lilja In­golfs­dott­ir leik­stýrði var val­in besta er­lenda kvik­mynd árs­ins. Ljós­mynd/Ö​ystein Mamen

Flokk­ar fag­verðlauna:

7. Brell­ur árs­ins: Jör­und­ur Rafn Arn­ar­son og Christian Sjöstedt – Ljós­brot
8. Bún­ing­ar árs­ins: Mar­grét Ein­ars­dótt­ir – Snert­ing
9. Gervi árs­ins: Ásta Hafþórs­dótt­ir – Snert­ing
10. Hand­rit árs­ins: Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son og Baltas­ar Kor­mák­ur – Snert­ing
11. Hljóð árs­ins: Kjart­an Kjart­ans­son – Snert­ing
12. Klipp­ing árs­ins: Sig­urður Eyþórs­son – Snert­ing
13. Kvik­mynda­taka árs­ins: Berg­steinn Björg­úlfs­son – Snert­ing
14. Leik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki: Eg­ill Ólafs­son – Snert­ing
15. Leik­ari árs­ins í auka­hlut­verki: Pálmi Kor­mák­ur – Snert­ing
16. Leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki: Elín Hall – Ljós­brot
17. Leik­kona árs­ins í auka­hlut­verki: Katla Njáls­dótt­ir – Ljós­brot
18. Leik­mynd árs­ins: Sunn­eva Ása – Snert­ing
19. Leik­stjóri árs­ins: Rún­ar Rún­ars­son – Ljós­brot
20. Tónlist árs­ins: Högni Eg­ils­son – Snert­ing
21. Upp­götv­un árs­ins: Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter
22. Heiður­sverðlaun: Eg­ill Ólafs­son og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir

Rætt er ít­ar­leg­ar við heiður­sverðlauna­hafa árs­ins, þau Egil Ólafs­son og Tinnu Gunn­laugs­dótt­ur, á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á föstu­dag­inn kem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert