„Það gilda mjög ákveðnar reglur“

Strangar reglur gilda um skráningu ættleiddra í Íslendingabók.
Strangar reglur gilda um skráningu ættleiddra í Íslendingabók. mbl.is/Karítas

„Við birt­um eng­ar upp­lýs­ing­ar í þess­um til­vik­um nema það sé með vit­und eða bein­lín­is komið frá viðkom­andi,“ seg­ir Friðrik Skúla­son, einn aðstand­enda Íslend­inga­bók­ar.

Morg­un­blaðinu barst ábend­ing frá les­anda um að for­vitni­legt gæti verið að kanna hvernig skrán­ing­um á ætt­leidd­um börn­um væri háttað í Íslend­inga­bók. Hvort þau væru skráð með sama hætti og önn­ur börn for­eldra eða hvort það hefði áhrif á skrán­ingu að kjör­for­eldr­ar þeirra væru ekki blóðfor­eldr­ar.

Friðrik seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að í Íslend­inga­bók séu ein­stak­ling­ar tengd­ir for­eldr­um sín­um eft­ir bestu fá­an­legu heim­ild­um. Alla jafna sé stuðst við þjóðskrá, kirkju­bæk­ur, mann­töl eða út­gef­in ætt­fræðirit.

„Það gilda mjög ákveðnar regl­ur um þetta. Ann­ars veg­ar er not­ast við op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar en hins veg­ar við upp­lýs­ing­ar sem hlutaðeig­andi send­ir okk­ur beint,“ seg­ir hann.

Þannig er ætt­leidd­ur ein­stak­ling­ur aðeins tengd­ur kjör­for­eldr­um sín­um í Íslend­inga­bók jafn­vel þótt al­mennt sé vitað að hann sé ætt­leidd­ur. „Ef ein­stak­ling­ur­inn vill hins veg­ar sjálf­ur vera tengd­ur við sína blóðfor­eldra og þeir gera ekki at­huga­semd­ir við það þá get­ur hann fengið þá skráða. Í þessu til­viki er þó rétt­ur blóðfor­eldra til að vera ekki tengd­ur viðkom­andi sterk­ari,“ seg­ir Friðrik. Vís­ar hann þar til þess að ef ein­hver gef­ur barn til ætt­leiðing­ar þá er það ekki leng­ur barn viðkom­andi. Því sé það rétt­ur hans að upp­lýs­ing­ar þar að lút­andi séu ekki birt­ar op­in­ber­lega.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert