Þúsundir fá boð um þátttöku í tímamótarannsókn

Á Íslandi eru nú um 18.500 manns sem hafa lifað …
Á Íslandi eru nú um 18.500 manns sem hafa lifað af krabbamein og hópurinn verður sífellt fjölmennari. Ljósmynd/Samsett

16 þúsund manns á Íslandi hafa fengið boð um þátt­töku í tíma­mót­a­rann­sókn á lífs­gæðum eft­ir krabba­mein.

Í til­kynn­ingu frá Krabba­beins­fé­lag­inu seg­ir að um sé að ræða stærstu rann­sókn sinn­ar teg­und­ar hér á landi en mark­mið henn­ar er að afla frek­ari upp­lýs­inga um líf fólks sem lif­ir af krabba­mein.

„Eft­ir krabba­meins­grein­ingu og meðferð býr fólk oft við lang­vinn áhrif og af­leiðing­ar, svo sem skyntrufl­an­ir, ófrjó­semi, síþreytu og stoðkerf­is­vanda svo ein­hver dæmi séu nefnd. Ætl­un­in er að skilja bet­ur þessi áhrif svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bæt­ir líf fólks,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Rann­sókn­in er unn­in af Krabba­meins­fé­lag­inu í sam­starfi við Land­spít­ala, Há­skóla Íslands og alþjóðleg­an sam­starfsaðila. Boð um þátt­töku fá bæði þau sem greinst hafa með krabba­mein síðustu tíu ár og sam­an­b­urðar­hóp­ur úr hópi al­menn­ings.

Þriðji hver Íslend­ing­ur grein­ist með krabba­mein á lífs­leiðinni

Í dag grein­ist þriðji hver Íslend­ing­ur með krabba­mein á lífs­leiðinni en þrjú af fjór­um lifa, sem eru tvisvar sinn­um fleiri en fyr­ir 50 árum. Gert er ráð fyr­ir að lífs­lík­ur muni enn aukast í framtíðinni með snemm­tæk­um grein­ing­um og nýj­um meðferðum.

Á Íslandi eru nú um 18.500 manns á Íslandi sem hafa lifað af krabba­mein og hóp­ur­inn verður sí­fellt fjöl­menn­ari. Lítið er þó vitað um líf fólks sem lokið hef­ur meðferð og nauðsyn­legt er að öðlast frek­ari vitn­eskju. Ákveðinn hóp­ur býr við lang­vinn­ar og síðbún­ar auka­verk­an­ir eft­ir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með rétt­um úrræðum geta fleiri notið lífs­ins og sam­fé­lagið notið krafta þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert