Þúsundir vinnslustarfa í húfi

Landað úr Gullver NS, togara Síldarvinnslunnar, á Seyðisfirði.
Landað úr Gullver NS, togara Síldarvinnslunnar, á Seyðisfirði. Ljósmynd/Ómar Bogason

„Þetta mun að óbreyttu hafa áhrif á störf, fjár­fest­ingu, tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins og sam­fé­lagið allt. Við erum ný­bú­in að ganga frá kjara­samn­ing­um [við kenn­ara] og erum að vinna í áætlana­gerð sam­kvæmt því og þurf­um nú að taka til­lit til þess­ara breyt­inga einnig.“

Þetta seg­ir seg­ir Sig­ur­jón Andrés­son bæj­ar­stjóri Horna­fjarðar um mögu­leg áhrif hækkaðra veiðigjalda.

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra og Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra kynntu í gær frum­varp sem fel­ur í sér tvö­föld­un á inn­heimt­um veiðigjöld­um miðað við álagn­ingu síðasta árs. Full­trú­ar sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við lýsa veru­leg­um áhyggj­um af áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Íris Ró­berts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja seg­ir ljóst að veiðigjald sé sér­tæk­ur lands­byggðarskatt­ur og hækk­an­ir áhyggju­efni, en tók fram að hún þyrfti að rýna til­lög­urn­ar bet­ur.

Markaðirn­ir voru einnig áhyggju­full­ir og féll markaðsvirði allra þriggja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Kaup­höll­inni, svo sam­tals fóru um 15 millj­arða króna í súg­inn í gær. Mest lækkaði gengi Brims eða um 4,35%, Síld­ar­vinnsl­an lækkaði um rúm 4% og Ísfé­lagið um 2,35%.

Veg­ur að sam­keppn­is­hæfni

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), seg­ir ljóst að for­send­ur inn­lendr­ar fisk­vinnslu séu brostn­ar og tel­ur um þrjú þúsund störf í húfi. „Það sem er kallað leiðrétt­ing þýðir ekki annað en að fisk­vinnsla eigi að greiða meira fyr­ir afla til skips,“ seg­ir hún og tel­ur áformin munu gera ís­lenska fisk­vinnslu ósam­keppn­is­hæfa.

Spurð hvort hækk­un veiðigjalds geti ógnað kjara­samn­ing­um sjó­manna svar­ar Heiðrún Lind: „Veru­lega breytt­ar for­send­ur gjald­töku geta sann­ar­lega haft áhrif á kjara­samn­inga sjó­manna. Það eru auðvitað bara skipti á raun­veru­leg­um verðmæt­um sem um er að ræða.“

Óvenjustutt­ur frest­ur

Frum­varps­drög­in voru birt klukk­an eitt síðdeg­is í gær í sam­ráðsgátt stjórn­valda. At­hygli vek­ur að frest­ur til um­sagn­ar er til fimmtu­dags 3. apríl, sem gef­ur alls níu daga til kynn­ing­ar. Regl­ur um und­ir­bún­ing og frá­gang stjórn­ar­frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­lagna gera hins veg­ar ráð fyr­ir að gef­inn sé „hæfi­leg­ur frest­ur“ til um­sagn­ar og er hann sagður „að minnsta kosti tvær til fjór­ar vik­ur“.

Ekki hef­ur verið lýst í grein­ar­gerð frum­varps­ins eða í kynn­ingu þess í sam­ráðsgátt hvers vegna um­sagn­ar­tím­inn er jafnstutt­ur og raun­in er.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »