Aukin fjármögnun forgangsmál

Frá Hátíðarsal Háskóla Íslands í kvöld þar sem úrslitin voru …
Frá Hátíðarsal Háskóla Íslands í kvöld þar sem úrslitin voru kynnt. mbl.is/Árni Sæberg

„Til­finn­ing­in er bara stór­kost­leg. Ég er enn að meðtaka að þetta hafi gerst,“ seg­ir Silja Bára R. Ómars­dótt­ir, ný­kjör­inn rektor Há­skóla Íslands.

Úrslit­in voru kunn­gjörð í Hátíðarsal Há­skóla Íslands fyrr í kvöld.

Sam­tal við stjórn­völd á teikni­borðinu

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Silja að kosn­inga­bar­átt­an hafi verið löng en jafn­framt ótrú­lega skemmti­leg.

„Ég er bara rosa­lega þakk­lát og ham­ingju­söm.“

Að öllu óbreyttu verður Silja skipuð í embættið 1. júlí og hún reikn­ar með að vinna tölu­vert með Jóni Atla Bene­dikts­syni, frá­far­andi rektor, fram að þeim tíma til und­ir­bún­ings.

Í kosn­inga­bar­áttu sinni lagði Silja áherslu á van­fjár­mögn­un op­in­berra há­skóla, sér­stak­lega Há­skóla Íslands. Hún seg­ir for­gangs­atriði að hefja sam­tal við stjórn­völd um hvernig megi auka fjár­magn til skól­anna.

Vill sjá sterk­ara sam­fé­lag

„En ég hef líka lagt áherslu á að við þurf­um að horfa meira á sam­fé­lagið okk­ar. Við höf­um ekki enn náð okk­ur eft­ir covid. Stúd­ent­ar eru enn svo­lítið laustengd­ir, og starfs­fólk mæt­ir kannski ekki jafn mikið til vinnu. Marg­ir vinna heima,“ seg­ir Silja og held­ur áfram:

„Mig lang­ar að breyta því þannig að við verðum sterk­ara sam­fé­lag. Ég hef þá trú að há­skóli sé fyrst og fremst sam­fé­lag – og að þar verði hug­mynd­irn­ar og ár­ang­ur­inn til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert