Breiðfylking mynduð á Grænlandi

Jens-Frederik Nielsen, leiðtogi Demokraatit, fagnar hér með stuðningsmönnum er ljóst …
Jens-Frederik Nielsen, leiðtogi Demokraatit, fagnar hér með stuðningsmönnum er ljóst var að flokkurinn hafði sigrað síðustu kosningar. AFP

Allt bend­ir til þess að ný rík­is­stjórn verði kynnt á Græn­landi á morg­un. Sam­kvæmt heim­ild­um græn­lenska miðils­ins KNR verður stjórn­arsátt­máli und­ir­ritaður klukk­an 11.

KNR grein­ir frá því að meiri­hlut­inn verði myndaður af borg­ara­lega flokkn­um Demokra­atit ásamt vinstri flokk­un­um Inuit Ataqatigiit og Siumut, og frjáls­lynda flokkn­um Atassut.

Einn flokk­ur í stjórn­ar­and­stöðu

Þing­kosn­ing­arn­ar í Græn­landi voru haldn­ar 11. mars, þar sem Demokra­atit bar sig­ur úr být­um með 29,9% at­kvæða.

Eini flokk­ur­inn sem verður á þingi en ekki hluti af meiri­hlut­an­um er sjálf­stæðis­flokk­ur­inn Nal­eraq, en hann hlaut næst­flest atvæði í þing­kosn­ing­un­um, eða 24,5%.

Flokk­ur­inn legg­ur áherslu á að Græn­lend­ing­ar öðlist sjálf­stæði sem fyrst og vill auka sam­starf við Banda­rík­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert