Fordæma skerðingar ríkisstjórnarinnar

Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris.
Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris. Ljósmynd/Aðsend

Hjálp­ar­sam­tök­in Solar­is segj­ast for­dæma ólýðræðis­leg vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar og hafa kallað eft­ir sam­tali við stjórn­völd um mál­efni fólks á flótta.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Greint var frá því í síðustu viku að samn­ing­ur Vinnu­mála­stofn­un­ar við Rauða kross­inn um fé­lags­leg­an stuðning fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd yrði ekki end­ur­nýjaður.

Sama myndi gilda um samn­ing ráðuneyt­is fé­lags­mála um ráðgjaf­arþjón­ustu við flótta­fólk vegna fjöl­skyldusam­ein­inga.

Ýti und­ir van­líðan og niður­brot

„Mark­miðið með samn­ingn­um var að tryggja vandaðan fé­lags­leg­an stuðning fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd á meðan þeir bíða úr­lausn­ar mála sinna. Með fé­lags­leg­um stuðningi er meðal ann­ars átt við fé­lags­starf, virkniúr­ræði og sál­fé­lags­leg­an stuðning en til­gang­ur­inn með hon­um er að reyna að draga úr jaðar­setn­ingu og auka virkni, bæta and­lega heilsu og vinna að inn­gild­ingu fólks með flótta­bak­grunn í ís­lenskt sam­fé­lag. Ljóst er að skerðing á slíku starfi stór­eyk­ur fé­lags­lega ein­angr­un og ýtir und­ir van­líðan og niður­brot.

Þá hef­ur rík­is­stjórn­in einnig ákveðið að end­ur­nýja ekki samn­ing sinn við Rauða kross­inn um ráðgjaf­arþjón­ustu við flótta­fólk vegna fjöl­skyldusam­ein­inga. Rauði kross­inn hef­ur sinnt slíkri þjón­ustu um ára­bil og í fyrra veitti Rauði kross­inn um 250 viðtöl vegna fjöl­skyldusam­ein­inga. Óljóst er hver mun aðstoða fólk sem hef­ur fengið stöðu sína sem flótta­fólk viður­kennda við það að sam­ein­ast fjöl­skyld­um sín­um þegar samn­ing­ur­inn renn­ur út í byrj­un júní nk.,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Geri virka þátt­töku í sam­fé­lag­inu ólík­legri

Seg­ir þar enn frem­ur að það valdi mikl­um áhyggj­um að rík­is­stjórn­in hafi einnig sagt sig frá sam­starfi við Alþjóðlegu fólks­flutn­inga­stofn­un­ina, sem er stofn­un á veg­um Sam­einuðu þjóðanna sem aðstoði fólk við að sam­ein­ast fjöl­skyld­um sín­um.

Án slíkr­ar aðstoðar skerðist mögu­leik­ar á fjöl­skyldusam­ein­ing­um, til dæm­is fyr­ir fólk frá Palestínu, og er tekið fram að um mann­rétt­indi sé að ræða.

„Ljóst er að skerðing á mögu­leik­um fjöl­skyldusam­ein­inga eyk­ur hætt­una á ein­angr­un, ýtir und­ir van­líðan og erfiðar til­finn­ing­ar og ger­ir virka þátt­töku og inn­gild­ingu ein­stak­linga sem þegar hafa fengið dval­ar­leyfi í ís­lensku sam­fé­lagi ólík­legri.“

„Af­leiðing­arn­ar af því ættu að vera öll­um ljós­ar

Þá er einnig nefnt að í sept­em­ber 2023 hafi verið komið á fót neyðar­skýli fyr­ir fólk á flótta sem hafi verið svipt grund­vall­arþjón­ustu og væri á göt­unni án hvers kon­ar stuðnings.

Sú staða hefði verið hluti af arf­leið fyrri rík­is­stjórn­ar sem marg­ir höfðu bundið von­ir við að ný rík­is­stjórn myndi snúa til baka.

„Í stað þess hef­ur rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur nú ákveðið að loka neyðar­skýl­inu, sem rekið er af Rauða kross­in­um, og hýs­ir fjölda fólks hverja nótt. Ekki fást svör við því hvað mun taka við og því má ætla að fólk muni enda á göt­unni á nýj­an leik. Af­leiðing­arn­ar af því ættu að vera öll­um ljós­ar.“

Óskað eft­ir fundi með dóms­málaráðherra

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að það séu forkast­an­leg vinnu­brögð hjá rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, und­ir for­ystu Ingu Sæ­land, að ganga með svona al­var­leg­um hætti að grund­vall­ar­rétt­ind­um fólks á flótta án nokk­urs sam­tals við það fólk sem aðfar­irn­ar bitni á, hagaðila sem aðstoði fólk í um­ræddri stöðu, á Alþingi eða sam­fé­lag­inu.

„Stjórn Solar­is for­dæm­ir þessi ólýðræðis­legu vinnu­brögð og hvet­ur stjórn­völd til þess að hverfa frá þess­um áform­um og koma til sam­tals við fólk á flótta og stuðnings­fólk þess um mannúðlega stefnu í mál­efn­um fólks sem leit­ar hingað eft­ir skjóli og vernd.

Stjórn Solar­is kall­ar eft­ir sam­tali við stjórn­völd um mál­efni fólks á flótta og hef­ur þegar óskað eft­ir fundi með dóms­málaráðherra fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um en þeirri beiðni hef­ur ekki enn verið ansað, þrátt fyr­ir ít­rek­un. Það er von­andi ekki eitt­hvað sem jaðar­sett­ir hóp­ar og mál­svar­ar þeirra eiga að venj­ast hjá rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka