Friðheimar „algjör fyrirmynd“

Unnar ræddi við mbl.is um Friðheima.
Unnar ræddi við mbl.is um Friðheima. Ljósmynd/Háaleitisskóli

Mót­töku­deild í Háa­leit­is­skóla á Ásbrú í Reykja­nes­bæ fyr­ir börn í leit að alþjóðlegri vernd hjálp­ar börn­um að aðlag­ast ís­lensku skóla­kerfi og hef­ur gefið góða raun. Það er „ekki spurn­ing“ að þessi leið gæti verið fyr­ir­mynd fyr­ir aðra skóla á land­inu.

Þetta seg­ir Unn­ar Stefán Sig­urðsson, skóla­stjóri Háa­leit­is­skóla, í sam­tali við mbl.is.

Í Háa­leit­is­skóla eru töluð um 40 tungu­mál og tæp­lega 70% nem­enda eru af er­lendu bergi brot­in. Eins og fjallað hef­ur verið um áður þá hef­ur mik­ill fjöldi hæl­is­leit­enda verið bú­sett­ur á Ásbrú og því mörg börn í leit að alþjóðlegri vernd sótt Háa­leit­is­skóla.

Opnuðu úrræðið í októ­ber 2023

Í októ­ber 2023 var opnuð deild við Háa­leit­is­skóla sem nefn­ist Friðheim­ar. Þar er lögð áhersla á ís­lensku, stærðfræði, lífs­leikni og upp­lýs­inga­tækni.

„Þegar þau koma þá byrj­um við á því að sjá hversu vel þau eru skóla­geng­in, hvort þau hafi ein­hvern tím­ann verið í skóla eða ein­hvern hluta af ævi sinni. Í raun­inni er þetta mjög ein­stak­lings­bundið. Við töl­um um að Friðheima­úr­ræðið sé í þrjá til sex mánuði. Sum­ir nem­end­ur eru til­bún­ir eft­ir þrjá mánuði í svona aðlög­un hérna og fara þá yfir í Háa­leit­is­skóla,“ seg­ir Unn­ar en tek­ur fram að þetta sé mis­mun­andi eft­ir nem­end­um.

Sum­ir nem­end­ur hafi til dæm­is verið í ár hjá Friðheim­um, sem sé líka í lagi.

„Ekki bara nem­andinn sem er und­ir held­ur heim­ilið“

Aðlög­un­in virk­ar þannig að nem­end­ur byrja í Friðheim­um en stunda leik­fimi og list- og verk­grein­ar í Háa­leit­is­skóla með sín­um jafn­öldr­um.

„Svo hægt og ró­lega, ef þau eru til­bú­in í meira, þá fara þau að koma í ÍSAT, ís­lensku sem annað tungu­mál, þannig að ÍSAT-grunn­ur­inn er kennd­ur í Friðheim­um og svo geta þau komið á fyrsta, annað eða þriðja þrep yfir í Háa­leit­is­skóla,“ seg­ir Unn­ar.

Þegar Friðheim­ar byrjuðu voru nem­end­ur um 100 en núna eru þeir um 30. Ef­laust spil­ar þar inn í að hæl­is­um­sókn­um hef­ur fækkað á síðastliðnu ári. Fyrst og fremst eru ar­ab­ísku- og spænsku­mæl­andi nem­end­ur í Friðheim­um.

„Við höld­um vel utan um for­eldra. Við erum til dæm­is með kenn­ara og hún er frá­bær í að búa til for­eldrapl­an. Það er ekki bara nem­andinn sem er und­ir held­ur heim­ilið. Við erum dug­leg að hafa upp­lýs­inga­fundi fyr­ir for­eldra, sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru í Friðheim­um.“

Unnar Stefán, skólastjóri Háaleitisskóla.
Unn­ar Stefán, skóla­stjóri Háa­leit­is­skóla. Ljós­mynd/​Aðsend

Nem­end­ur koma til­bún­ari í skól­ann

Hann nefn­ir að far­in sé svo­kallaða sænska leiðin fyr­ir nem­end­ur í stærðfræði sem eru enn að læra ís­lensku. Virk­ar það þannig að dæm­in eru á móður­máli nem­andans en svo hægt og bít­andi eru sett inn dæmi á ís­lensku.

Ýmsar áskor­an­ir hafa fylgt því að vera með svona fjöl­breytt­an hóp nem­enda og ekki síst að vera með nem­end­ur sem koma frá stríðshrjáðum lönd­um eða eru með aðra menn­ingu.

„Ég byrjaði hérna í ág­úst þannig maður veit ekki hvernig þetta var hérna áður. Maður er bara bú­inn að heyra sög­ur af því hvernig þetta var áður fyrr þegar nem­end­ur komu og fóru beint inn í bekki,“ seg­ir Unn­ar og bæt­ir við:

„Kenn­ar­ar átta sig á því að nem­end­ur koma til­bún­ari í skól­ann þegar þeir eru bún­ir að vera í þessu úrræði. Það er eng­in spurn­ing og maður finn­ur það líka á létt­leik­an­um hérna meðan maður heyrði hvernig þyngsl­in voru hérna í fyrra. Þú sem um­sjón­ar­kenn­ari átt­ir kannski að taka við tveim­ur, þrem­ur, fjór­um nem­end­um sem höfðu annað móður­mál en ís­lensku og töluðu jafn­vel ekki ensku. Það seg­ir sig sjálft að þá verður mik­il áskor­un í kennslu­stof­unni.“

„Lyk­il­atriði í þessu er vellíðan nem­andans

Aðspurður seg­ir hann al­veg ljóst að börn­un­um sjálf­um líði bet­ur og að það auki sjálfs­traust þeirra að fá að aðlag­ast kerf­inu áður en þau eru sett í bekkja­kerfi í skóla sem þau kann­ast ekki við.

„Lyk­il­atriði í þessu er vellíðan nem­andans. Að við séum að mæta nem­and­an­um þar sem hann er stadd­ur hverju sinni,“ seg­ir Unn­ar.

Hann kveðst ekki kann­ast við dæmi um það að mót­töku­deild­ir séu ann­ars staðar á land­inu. Hann er þeirr­ar skoðunar að það ættu ekki að vera sér­stak­ir mót­töku­skól­ar held­ur frek­ar mót­töku­deild­ir sem eru hluti af skóla, þannig verður aðlög­un nem­andans sterk­ari.

Nem­andinn til­heyr­ir ákveðnum skóla sem hann geti byrjað að tengj­ast í gegn­um ákveðin fög, kynn­ast jafn­öldr­um og tengj­ast því ís­lenskri skóla­menn­ingu fyrr og bet­ur. Í því sé fólgið ákveðið ör­yggi.

Hægt að nýta svona úrræði á fleiri stöðum

Er þetta eitt­hvað sem ætti að líta til á fleiri stöðum á land­inu þar sem er kannski hátt hlut­fall barna sem eru hæl­is­leit­end­ur. Væri hægt að líta á þetta sem fyr­ir­mynd ann­ars staðar?

„Ef þú spyrð mig þá finnst mér það ekki spurn­ing. Við erum búin að keyra þetta núna í rúm­lega ár, októ­ber 2023 byrjuðum við, og höf­um góða reynslu af þessu. Nem­end­urn­ir sem koma yfir, maður sér að þeim líður vel,“ seg­ir hann.

„Ég held að þetta sé al­gjör fyr­ir­mynd um það hvernig þetta eigi að vera. Það má samt ekki mis­skilja mig, þetta er eng­in töfra­lausn en ég veit að við erum að gera þetta vel. Við erum með frá­bært starfs­fólk, bæði í Friðheim­um og Háa­leit­is­skóla sem eru með hug og hjarta í þessu. Það skipt­ir al­veg ótrú­lega miklu máli og er lyk­ill­inn að þess­ari vel­gengni.“

Mik­il­vægt að stíga inn í ef upp koma árekstr­ar

Hann seg­ir að gott sam­starf við for­eldra sé lyk­il­atriði. Starfs­fólkið í Friðheim­um hafi verið með nám­skeið fyr­ir for­eldra um það hvað teng­ist ís­lenskri menn­ingu, skóla­kerfi og upp­eldi sem hafa verið mjög vel sótt af for­eldr­um og heppn­ast ein­stak­lega vel.

Fjöl­skyld­urn­ar koma oft frá mis­mun­andi menn­ing­ar­heim­um þar sem mis­mun­andi gildi eru við lýði og mik­il­vægt að bera virðingu fyr­ir því. Unn­ar seg­ir mik­il­vægt að vera óhrædd­ur við að stíga inn í þegar upp koma mál og taka umræðuna, við nem­end­ur og for­eldra.

Til að mynda hafi komið mál þar sem for­eldri var ósátt við það að kona væri að kenna. Þá hafi verið rætt við viðkom­andi og út­skýrt að í okk­ar menn­ing­ar­heimi þá væri það eðli­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert