Konur komu, sáu og sigruðu

Konur unnu í öllum fimm flokkum Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, bæði sem …
Konur unnu í öllum fimm flokkum Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, bæði sem höfundar og lesarar. Samsett mynd

Af­hend­ing ís­lensku hljóð­bóka­verð­laun­anna, Stor­ytel Aw­ards 2025, fór fram fyrr í kvöld en þau voru veitt í fimm flokk­um auk þess sem veitt voru sér­stök heiður­sverðlaun.

Dóm­nefnd­ir höfðu það að leiðarljósi að líta heild­stætt á hvert verk þar sem vandaður lest­ur á góðu rit­verki get­ur bætt miklu við upp­lif­un les­and­ans. Því voru ekki aðeins rit­höf­und­ar verðlaunaðir held­ur einnig les­ar­ar hljóðbók­anna.

Al­menn­ings­kosn­ing og fag­dóm­nefnd­ir

Að und­an­geng­inni al­menn­ings­kosn­ingu í janú­ar fóru til­nefnd­ar bæk­ur fyr­ir sér­stak­ar fag­dóm­nefnd­ir.

Elva Ósk Ólafs­dótt­ir, leik­kona og les­ari hjá Stor­ytel, var formaður þeirra en dóm­nefnd­ir skipuðu auk henn­ar þau Árni Árna­son og Ingi­björg Iða Auðun­ar­dótt­ir fyr­ir skáld­sög­ur og glæpa- og spennu­sög­ur.

Aníta Briem, Kristjana Mjöll Hjörv­ar Jóns­dótt­ir og Vera Ill­uga­dótt­ir fyr­ir ljúf­lest­ur og róm­an­tík og óskáldað efni, og þau Jó­hann Sig­urðar­son, Re­bekka Sif Stef­áns­dótt­ir og Bragi Páll Sig­urðar­son fyr­ir börn og ung­menni.

Vera Illugadóttir er ein af þeim sem sat í dómnefndinni. …
Vera Ill­uga­dótt­ir er ein af þeim sem sat í dóm­nefnd­inni. Hér er hún ásamt föður sín­um Ill­uga Jök­uls­syni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fimm bestu bæk­urn­ar

Valsk­an eft­ir Nönnu Rögn­vald­ar­dótt­ur var val­in besta skáld­sag­an en um lest­ur sér Hildigunn­ur Þrá­ins­dótt­ir.

„Sag­an um prests­dótt­ur­ina Völsku er vel stíluð og lif­andi saga, jafn­framt merki­leg heim­ild byggð á lífi formóður höf­und­ar. Með gríp­andi frá­sagn­ar­máta sín­um bíður Nanna okk­ur með í ferðalag um heim harðrar lífs­bar­áttu en líka ást­ar og þraut­seigju, á tím­um þar sem oft var lítið pláss fyr­ir allt lit­róf mann­legra til­finn­inga.

Per­sónugalle­rí sög­unn­ar er bæði lit­ríkt og eft­ir­minni­legt, hvort sem um er að ræða aðal- eða auka­per­són­ur, og les­andi á auðvelt með að setja sig í spor hinn­ar ein­stöku og mann­legu Völsku. Það er unun að heyra hvernig Nanna not­ar dýr­mæt og göm­ul orð sem eru smám sam­an að hverfa úr okk­ar tungu­máli.

Framúrsk­ar­andi lest­ur Hildigunn­ar Þrá­ins­dótt­ur set­ur svo punkt­inn yfir i-ið. Með góðum til­brigðum, áheyri­leg­um og áreynslu­laus­um lestri, kem­ur hún þess­ari stóru sögu afar vel til skila,“ seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar.

Hildigunnur Þráinsdóttir sér um lestur Völsku.
Hildigunn­ur Þrá­ins­dótt­ir sér um lest­ur Völsku. mbl.is/​Hari

Dæt­ur regn­bog­ans eft­ir Birgittu H. Hall­dórs­dótt­ur var val­in besta ljúf­lestr­ar­bók­in í lestri Svandís­ar Dóru Ein­ars­dótt­ur. Um bók­ina seg­ir dóm­nefnd­in meðal ann­ars að hún hafi borið af í þess­um flokki.

„Fal­legt og flæðandi tungu­mál og hríf­andi saga sem er bæði hjart­næm og róm­an­tísk og á sama tíma jarðbund­in. Einnig er mjög skemmti­legt hvernig per­són­ur úr öðrum bók­um henn­ar flétt­ast inn og út. Fal­leg­ur og hlýr boðskap­ur sem sæm­ir vel ljúf­lest­urs­bók­mennt­um. Bók­in er einnig afar vel les­in og hæf­ir sög­unni vel.“

Svandís Dóra les Dætur regnbogans eftir Birgittu H. Halldórsdóttur.
Svandís Dóra les Dæt­ur regn­bog­ans eft­ir Birgittu H. Hall­dórs­dótt­ur. mbl.is/​Arnþór

Í flokki barna- og ung­menna­bóka bar Svein­dís Jane - saga af stelpu í fót­bolta, eft­ir Svein­dísi Jane Jóns­dótt­ur, sig­ur úr být­um en hana les Álfrún Helga Örn­ólfs­dótt­ir.

„Hetju­saga ungr­ar stúlku með ein­stak­an bak­grunn sem hef­ur þurft að yf­ir­stíga mikl­ar áskor­an­ir í einka­lífi sem og sam­fé­lag­inu. Þrátt fyr­ir allt þetta mót­læti yf­ir­stíg­ur hún alla erfiðleika og stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari, inn­an vall­ar sem og utan.

Bók­in gef­ur ein­staka inn­sýn inn í ann­an menn­ing­ar­heim og sýn­ir fjöl­breyti­leika ís­lensks sam­fé­lags. Ein­læg og skemmti­leg frá­sögn með hlýj­um og nota­leg­um lestri. Saga af mót­un og áskor­un­um sterkr­ar stúlku og frá­bærr­ar fyr­ir­mynd­ar,“ seg­ir dóm­nefnd í um­sögn sinni.

Bók Sveindísar Jane Jónsdóttur, Sveindís Jane - saga af stelpu …
Bók Svein­dís­ar Jane Jóns­dótt­ur, Svein­dís Jane - saga af stelpu í fót­bolta, bar sig­ur úr být­um í flokki barna- og ung­menna­bóka. mbl.is/Á​sdís

Morðin í Dillons­húsi, eft­ir Sig­ríði Dúu Goldswort­hy, fékk verðlaun í flokkn­um óskáldað efni en hún er í lestri Birgittu Birg­is­dótt­ur og Sig­ríðar Dúu sjálfr­ar.

„Sag­an hríf­ur les­and­ann frá byrj­un. Höf­und­ur ger­ir lífs­hlaupi forfeðra sinna skil á ein­stak­lega mann­leg­an og áreynslu­laus­an hátt og snert­ir djúpt. Einnig gef­ur sag­an fal­lega inn­sýn inn í tíðarand­ann. Þeir tragísku at­b­urðir sem tit­ill­inn ber með sér, verða næst­um auka­atriði og þá finnst okk­ur að ætl­un­ar­verki höf­unda hafi sann­ar­lega verið náð - að heiðra minn­ingu forfeðra sinna.

Bók­in er afar vel les­in af Birgittu Birg­is­dótt­ur og dans­ar þessa fínu línu að gera nóg, en leyfa samt mynd­um að vakna sjálf­um í huga hlust­anda,“ seg­ir dóm­nefnd um verkið.

Morðin í Dillonshúsi, eftir Sigríði Dúu Goldsworthy, fékk verðlaun í …
Morðin í Dillons­húsi, eft­ir Sig­ríði Dúu Goldswort­hy, fékk verðlaun í flokkn­um óskáldað efni. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Heim fyr­ir myrk­ur, eft­ir Evu Björgu Ægis­dótt­ur, var val­in besta glæpa- og spennu­sag­an.

Les­ar­ar henn­ar eru þær Aníta Briem og Berg­lind Alda Ástþórs­dótt­ir en í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir að Eva Björg sýni enn og aft­ur ein­staka hæfni sína í að byggja upp and­rúms­loft þar sem grun­semd­ir kraumi und­ir yf­ir­borðinu og sann­leik­ur­inn komi sí­fellt á óvart.

„Frá­bær flétta og trú­verðugar per­són­ur. Með lif­andi sögu­sviði og ísmeygi­legri frá­sagnaraðferð leiðir hún okk­ur í gegn­um flókið net minn­inga, drauma og duld tengsl úr fortíðinni, þar sem hvarf sex­tán ára stúlku og óupp­gerð leynd­ar­mál mynda áþreif­an­lega spennu til hinsta orðs.

Aníta Briem og Berg­lind Alda Ástþórs­dótt­ir túlka syst­urn­ar Marsí og Krist­ínu á ein­stak­an hátt sem glæðir sög­una lífi og eyk­ur tengsl les­anda við per­són­urn­ar. Báðar hafa þær góða til­finn­ingu fyr­ir tungu­mál­inu og áheyri­leg­ar radd­ir.“

Heim fyrir myrkur, eftir Evu Björgu Ægisdóttur, var valin besta …
Heim fyr­ir myrk­ur, eft­ir Evu Björgu Ægis­dótt­ur, var val­in besta glæpa- og spennu­sag­an. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sér­stök heiður­sverðlaun

Þá hlaut Lestr­ar­klef­inn sér­stök heiður­sverðlaun fyr­ir fram­lag til umræðu um bók­mennt­ir og lestr­ar­menn­ingu á Íslandi.

Díana Sjöfn, Katrín Lilja og Rebekka Sif eru stofnendur og …
Dí­ana Sjöfn, Katrín Lilja og Re­bekka Sif eru stofn­end­ur og ri­stjór­ar Lestr­ar­klef­ans. Sam­sett mynd

„Lestr­ar­klef­inn er grasrót­ar­vett­vang­ur sem hef­ur frá ár­inu 2018 unnið óeig­ingjarnt og kraft­mikið starf við að halda bók­menntaum­ræðu á Íslandi lif­andi. Á vefn­um er fjallað af ástríðu og fag­mennsku um bæk­ur í öll­um form­um – hvort sem um er að ræða prentaðar bæk­ur, hljóðbæk­ur eða raf­bæk­ur – auk leik­húss og menn­ing­ar í víðara sam­hengi,“ seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar þar sem jafn­framt kem­ur fram að með vandaðri um­fjöll­un, fjöl­breyttu efni og per­sónu­legri nálg­un hafi Lestr­ar­klef­inn veitt aðgengi­lega bók­menntaum­fjöll­un og tengt sam­an les­end­ur, höf­unda og verk á lif­andi hátt.

Verðlaun­un­um veittu viðtöku stofn­end­ur og rit­stjór­ar Lestr­ar­klef­ans, þær Dí­ana Sjöfn Jó­hanns­dótt­ir, Katrín Lilja Jóns­dótt­ir og Re­bekka Sif Stef­áns­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert