Má ekki heita Gríndal

Nafninu Gríndal var hafnað.
Nafninu Gríndal var hafnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Manna­nafna­nefnd hef­ur hafnað beiðni um milli­nafnið Grín­dal. Þykir nefnd­inni nafnið fela í sér gáska og gam­an­semi, en um leið al­vöru­leysi. Það get­ur orðið nafn­hafa til ama, til dæm­is með því að vera ekki tek­inn al­var­lega þegar mikið ligg­ur við.

Nefnd­in hafnaði einnig beiðni um eig­in­nafnið Illum­inati en samþykkti hins veg­ar nöfn­in Heli, Rán­ar, An­teo, Dilla, Vetle og Thiago. 

Í úr­sk­urði manna­nafna­nefnd­ar um Grín­dal seg­ir að slík nafn­gift kunni að eiga við til skemmt­un­ar í gam­an­leikj­um eða skáld­skap. En nefnd­in tel­ur að fyrri hluti nafns­ins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafn­bera til ama með sama hætti og ef orð eins og brand­ari, glens o.s.frv. væru notuð sem manna­nöfn.

Nefnd­in hlutast ekki til um gælu­nöfn

Þá bend­ir nefnd­in á að „full­veðja ein­stak­ling­ur sem hef­ur í hyggju að kjósa sér nafn af ein­hverj­um ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafn­hafa ama, get­ur í dag­legu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki op­in­bera skrán­ingu hjá stjórn­völd­um og fær­ist ekki á manna­nafna­skrá. Manna­nafna­nefnd hlutast ekki til um gælu­nöfn, list­ræn nöfn eða önn­ur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í dag­legu lífi utan op­in­berr­ar skrán­ing­ar.“

Eng­inn heit­ir Illum­inati

Úrsk­urður­inn um af hverju eig­in­nafnið Illum­inati skuli ekki fært á manna­nafna­skrá er öllu lengri. Kemst nefnd­in að þeirri niður­stöðu að þar sem eng­inn beri nafnið í þjóðskrá, það komi ekki held­ur fyr­ir í mann­töl­um, og ekki sé hefð fyr­ir því, verði nefnd­in að hafna því.

Þá seg­ir nefnd­in einnig um Illum­inati:

„Nafnið Illum­inati (kk.) er lat­neskt sam­nafn sem notað hef­ur verið yfir leyni­regl­ur og leyni­fé­lög og hef­ur einnig verið tengt við sam­særis­kenn­ing­ar. Ekki tíðkast að nota það sem eig­in­nafn í er­lend­um lönd­um. Þótt þetta sé er­lent orð kem­ur til álita hvort skil­yrði um að nafn geti ekki orðið nafn­bera til ama sé upp­fyllt. Það væri bæði vegna þess­ar­ar frek­ar nei­kvæðu merk­ing­ar sem orðið hef­ur í sam­tím­an­um og þess að þetta er ekki út­lenskt eig­in­nafn held­ur sam­nafn. Ekki verður tek­in afstaða til þess hér.

Nafnið Illum­inati er ekki skrifað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls miðað við að eðli­leg­ur ís­lensk­ur framb­urður þessa er­lenda orðs sé með ú- og í-hljóði.

Væri þannig, þess utan, aðeins unnt að samþykkja nafnið að hefð sé fyr­ir þess­um rit­hætti þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert