MH vann Gettu Betur annað árið í röð

Menntaskólinn við Hamrahlíð fagnar titlinum í kvöld.
Menntaskólinn við Hamrahlíð fagnar titlinum í kvöld. Skjáskot/Rúv

Mennta­skól­inn við Hamra­hlíð fór með sig­ur af hólmi í úr­slit­um Gettu Bet­ur í kvöld, annað árið í röð.

Rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Sigrað keppn­ina alls þris­var sinn­um 

Gegn MH keppti lið Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri. Var um jafna keppni að ræða þar sem liðin skipt­ust á að leiða þar til MH bar að lok­um sig­ur úr být­um.

Hef­ur MH nú unnið keppn­ina þris­var sinn­um.

Lið MH var skipað Atla Ársæls­syni, Flóka Dags­syni og Val­gerði Birnu Magnús­dótt­ur. Í liði MA voru Árni Stefán Friðriks­son, Kjart­an Val­ur Birg­is­son og Sól­veig Erla Bald­vins­dótt­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert