Ógn við netöryggi fer vaxandi

Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við sjá­um mik­inn vöxt netör­ygg­is­ógn­ar enn eitt árið í okk­ar um­dæmi og áhersl­ur árás­araðila eru einkum á hið op­in­bera; stjórn­völd og stofn­an­ir eru skot­mörk þeirra, sér­stak­lega í Norður- og Vest­ur-Evr­ópu. Það sjá­um við á gögn­um og grein­ing­ar­tól­um sem við höf­um aðgang að.“

Þetta seg­ir Guðmund­ur Arn­ar Sig­munds­son, for­stöðumaður netör­ygg­is­sveit­ar CERT-IS, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Guðmund­ur Arn­ar er einn frum­mæl­enda á ráðstefnu sem embætti rík­is­lög­reglu­stjóra stend­ur fyr­ir og hald­in verður nú í morg­uns­árið á Hót­el Natura í Reykja­vík. Í er­indi sínu mun hann fjalla um netárás­ir á op­in­ber­ar stofn­an­ir hér á landi og hvaða lær­dóm megi af þeim draga.

Hann seg­ir að hóp­arn­ir sem herji á op­in­bera aðila sem og einkaaðila séu ólík­ir í eðli sínu. Ekki sé ein­ung­is um að ræða hagnaðardrifna net­glæpa­hópa sem reyni að valda skemmd­um og koma sér í stöðu til að kúga fé út úr fórn­ar­lömb­um sín­um. Orðið hafi vart við fjölg­un net­glæpa­hópa sem séu vel fjár­magnaðir, með mikla tækni­lega þekk­ingu og getu og vinni oft beint og óbeint fyr­ir önn­ur ríki.

„Þess­ir hóp­ar eru meira í því að stunda njósn­ir um stefnu og starf­semi stjórn­valda og fyr­ir­tækja og ekki síst í iðnaðarnjósn­um, reyna að stela hug­vits­upp­lýs­ing­um sem er að finna hjá ólík­um aðilum í okk­ar um­dæmi,“ seg­ir Guðmund­ur Arn­ar og nefn­ir aðspurður að þess­ir hóp­ar séu gjarn­an frá Rússlandi, Kína, Íran og Norður-Kór­eu, en geti einnig verið ann­ars staðar frá.

„Þess­ir hóp­ar eru að verða fyr­ir­ferðarmeiri alls staðar í heim­in­um,“ seg­ir hann.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert