Bókasafn og hjálpartækjaverslun í eina sæng

Blað verður brotið í sögu Bóka­safns Kópa­vogs í maí næst­kom­andi þegar hjálp­ar­tækja­versl­un­in Blush mun halda kynn­ingu á konu­kvöldi bóka­safns­ins. Að lík­ind­um til eru fæst­ir sem tengja unaðsvör­ur og iðnað við bóka­söfn enda seg­ir for­stöðumaður safns­ins að um eins­dæmi sé að ræða. 

Hug­mynd­in er þó ekki al­gjör­lega úr lausu lofti grip­in og raun­ar er verið að raun­gera aprílgabb frá ár­inu 2023 þegar bóka­safnið til­kynnti að það hefði farið í eina sæng með Blush og myndi halda kynn­ingu á unaðsvör­um fyr­ir­tæk­is­ins. 

Málið olli titr­ingi hjá góðborg­ur­um Kópa­vogs sem önduðu létt­ar þegar í ljós kom að um gabb væri að ræða. 

Get­ur ef­laust vakið hneyksl­an

Lísa Zachri­son Valdi­mars­dótt­ir, for­stöðumaður bóka­safns­ins, hef­ur ekki mikl­ar áhyggj­ur af for­dæm­ingu á at­hæf­inu og von­ar að þær kon­ur sem muni sækja viðburðinn megi vel við una.

Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, forstöðumaður bókasafns Kópavogs.
Lísa Zachri­son Valdi­mars­dótt­ir, for­stöðumaður bóka­safns Kópa­vogs. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við vor­um með aprílgabb um þetta fyr­ir tveim­ur árum. Raun­ar vaknaði hug­mynd­in í kring­um það. Við höf­um aldrei verið með konu­kvöld áður þannig að við ákváðum að prófa,“ seg­ir Lísa. 

Spurð hvort hún hafi áhyggj­ur af því að ein­hverj­ir muni hneyksl­ast á at­hæf­inu þá seg­ir hún svo ekki vera.  

„Ég hef ekki áhyggj­ur af því en ef­laust get­ur það gerst,“ seg­ir Lísa. 

„Bóka­söfn­in hafa breyst svo mikið og eru ekki eins íhalds­söm og áður,“ seg­ir Lísa. 

Ein­stakt til­felli 

Er al­gengt að fyr­ir­tæki komi inn á safnið til þess að kynna vör­ur og þjón­ustu?

„Nei, það er nán­ast aldrei. Þetta er ein­stakt til­felli sem kom upp í tengsl­um við aprílgabbið á sín­um tíma,“ seg­ir Lísa.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka