Eddi sprengja með brellur í mynd Nolans

Eggert Ketilsson
Eggert Ketilsson

Sjö Íslend­ing­ar hafa und­an­farið starfað sem brellu­meist­ar­ar við tök­ur á stór­mynd Christoph­ers Nol­ans, Ódysseifskviðu, í Grikklandi. Tök­um er lokið þar í landi og von er á hópn­um heim. Hefst þá und­ir­bún­ing­ur fyr­ir tök­ur á hluta mynd­ar­inn­ar hér á landi í sum­ar.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í gær fara tök­ur á Ódysseifskviðu fram hér í júní. Þær fara fram á Suður­landi og verða afar um­fangs­mikl­ar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins. Mynd­in er sú stærsta sem Óskar­sverðlauna­leik­stjór­inn Nol­an hef­ur gert, kost­ar litl­ar 250 millj­ón­ir doll­ara. Meðal aðalleik­ara eru Matt Damon og Anne Hat­haway sem ein­mitt léku und­ir hans stjórn í In­ter­stell­ar sem gerð var hér á landi fyr­ir rúm­um ára­tug.

Eft­ir­sótt­ir starfs­kraft­ar

Fyr­ir ís­lenska hópn­um í Grikklandi fer Eggert Ket­ils­son, leik­mynda­hönnuður og brellu­meist­ari, sem þekkt­ur er í kvik­mynda­brans­an­um und­ir nafn­inu Eddi sprengja. Þetta er fimmta mynd Christoph­ers Nol­ans sem Eggert vinn­ur að. Sú fyrsta var Batman Beg­ins sem tek­in var að hluta hér á landi. Þá vann Eggert að leik­mynd mynd­ar­inn­ar og síðan þá hef­ur leik­stjór­inn virti ít­rekað leitað til hans í starf list­ræns stjórn­anda. Nú ber svo við að Eggerti er falið að sjá um brell­urn­ar í þeim hlut­um mynd­ar­inn­ar sem tekn­ir eru á Grikklandi og á Íslandi. Tit­ill hans er „Special ef­fects supervisor“.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka