Erlendir þjófar stela frá gestum á Þingvöllum

Erlendir vasaþjófar hafa gerst aðsópsmiklir á Þingvöllum undanfarið og eru …
Erlendir vasaþjófar hafa gerst aðsópsmiklir á Þingvöllum undanfarið og eru Asíubúar sagðir vera algeng fórnarlömb þeirra. mbl.is/Ómar

Gengi vasaþjófa ef er­lend­um upp­runa hef­ur und­an­farið gerst aðsóps­mikið á Þing­völl­um og stolið frá er­lend­um ferðamönn­um sem þangað koma. Hef­ur slík­um til­vik­um farið fjölg­andi und­an­farið og eru þjóf­arn­ir þrautþjálfaðir og skipu­lagðir í aðgerðum sín­um.

Ein­ar Á.E. Sæ­mundsen þjóðgarðsvörður seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að farið sé að bera á þjófnaði á Þing­völl­um í æ rík­ari mæli og engu sé lík­ara en að það sé dag­leg iðja þjóf­anna að koma við á Þing­völl­um og ræna fólk, en fara síðan áfram yfir á Gull­foss og Geysi til að halda áfram iðju sinni þar. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka