Fer að snjóa sunnanlands síðdegis

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag verða norðaust­an 3-10 m/​s. Víða verður þurrt að kalla en stöku él fyr­ir norðan. Síðdeg­is fer svo að snjóa sunn­an til á land­inu. Frost verður á bil­inu 0 til 7 stig.

Á morg­un verða aust­an og norðaust­an 5-13 m/​s og él, en þurrt verður á Suðvest­ur- og Vest­ur­landi. Held­ur hvass­ara og slydda eða snjó­koma verður suðaust­an til. Hit­inn verður 0 til 5 stig að deg­in­um sunn­an- og vest­an­lands, en 0 til 5 stiga frost ann­ars staðar.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert