Fermt í Grindavíkurkirkju á pálmasunnudag

Grindavíkurkirkja.
Grindavíkurkirkja. Morgunblaðið/Eggert

„Við stefn­um að því að ferma í Grinda­vík­ur­kirkju á pálma­sunnu­dag,“ seg­ir séra El­ín­borg Gísla­dótt­ir, prest­ur Grinda­vík­ur­kirkju, og seg­ir að 14-15 börn hafi sóst eft­ir að ferm­ast í sín­um heima­bæ.

„Við mun­um líka vera með pass­íu­lest­ur á föstu­dag­inn langa og messu á páska­dag og svo stefn­um við á hátíðarmessu á sjó­mannadag­inn, sem er núna 1. júní, en í fyrra urðum við að hafa at­höfn­ina í Vídalíns­kirkju í Garðabæ.“

El­ín­borg seg­ir að þau séu í sam­bandi við Al­manna­varn­ir, sem viti af öll­um at­höfn­um sem fara fram í Grinda­vík­ur­kirkju og um áætlaðan mann­fjölda í hvert skipti. „Svo höf­um við alltaf haft plan B, ef það skyldi fara að gjósa, svo hver at­höfn geti farið fram, en sem bet­ur fer höf­um við ekki þurft að grípa til þess hingað til. Ég er að skoða mögu­leik­ana fyr­ir ferm­ing­arn­ar ef eitt­hvað ger­ist núna, en ég er þess full­viss að ekk­ert muni ger­ast.“

Horft yfir Grindavík.
Horft yfir Grinda­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sækj­ast eft­ir sinni kirkju

Grind­vík­ing­ar sækj­ast tals­vert eft­ir því að hafa stórat­b­urði í sinni kirkju og ný­lega var skírn í kirkj­unni. „Við vor­um að skíra um dag­inn og vor­um með veislu í safnaðar­heim­il­inu,“ seg­ir El­ín­borg sem seg­ir Grind­vík­inga hafa sterk­ar taug­ar til sinn­ar kirkju.

„Kirkj­an stend­ur mjög sterk­um stoðum í Grinda­vík og Grind­vík­ing­ar hafa alltaf hugsað vel um sína kirkju. Það er búið að gera allt hreint og fínt í kring­um kirkj­una og skanna allt und­ir kirkj­unni og það er allt í lagi með allt.“

Þá seg­ir hún að mikið hafi verið um jarðarfar­ir frá kirkj­unni. „Flest­ir sem eiga að hvíla í garðinum í Grinda­vík, láta jarða sig frá Grinda­vík­ur­kirkju,“ seg­ir hún og bæt­ir við að sam­fé­lagið í Grinda­vík hafi alltaf verið sterkt.

„Ég held að við séum orðin svo­lítið þreytt á þess­ari umræðu um hvort það fari að gjósa eða ekki. Gosið kem­ur bara þegar það kem­ur og við verðum að halda áfram. En það gef­ur okk­ur von um viðreisn sam­fé­lags­ins hérna að geta haldið upp á stóru stund­irn­ar í okk­ar kirkju í Grinda­vík.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka