Fimm eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir eru grunaðir um líkamárás sem átti sér stað í hverfi 104 í gærkvöld. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús með talsverða áverka en er ekki í lífshættu.
Eiríkur Valberg, fulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að rannsókn málsins sé í fullum gangi og verið sé að taka skýrslur af þeim grunuðu og afla frekari gagna um málið.