Fimm í haldi eftir alvarlega líkamsárás

Fimm eru í haldi grunaðir um líkamsárás.
Fimm eru í haldi grunaðir um líkamsárás. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm eru í haldi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu en þeir eru grunaðir um lík­amárás sem átti sér stað í hverfi 104 í gær­kvöld. Fórn­ar­lambið var flutt á sjúkra­hús með tals­verða áverka en er ekki í lífs­hættu.

Ei­rík­ur Val­berg, full­trúi í rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að rann­sókn máls­ins sé í full­um gangi og verið sé að taka skýrsl­ur af þeim grunuðu og afla frek­ari gagna um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka