Fimm í haldi vegna gruns um líkamsárás

Níu gista fangageymslur nú í morgunsárið.
Níu gista fangageymslur nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm voru hand­tekn­ir grunaðir um lík­ams­árás í höfuðborg­inni í gær­kvöld og gista þeir fanga­geymsl­ur.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. Níu gista fanga­geymsl­ur nú í morg­uns­árið.

Til­kynnt var um heim­il­isófrið í hverfi 105. Einn var hand­tek­inn og færður í fanga­geymslu. Í sama hverfi var til­kynnt um hnupl í versl­un.

Sprengdu flug­elda í til­efni alþjóða Vig­ara-dags­ins

Lög­reglu­menn á lög­reglu­stöð 3, sem sinn­ir Kópa­vogi og Breiðholti, hafði af­skipti af tveim­ur sem sprengdu flug­elda í Kópa­vogi í til­efni af alþjóða Vig­ara-deg­in­um eins og stend­ur í skeyti lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá var til­kynnt um þrjá þjófnaði í versl­un­um í Kópa­vogi. 

Þá sinnti lög­regl­an fimm verk­efn­um þar sem um var að ræða aðila sem voru ölvaðir eða und­ir áhrif­um fíkni­efna. Verk­efn­in voru ólík en nokkr­ir fengu sekt vegna brota á lög­reglu­samþykkt meðan aðrir fengu til­tal eða aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka