Gamalt kónganafn frá Víetnam

Elísabet Nguyen
Elísabet Nguyen

„Nguyen er mjög al­gengt ætt­ar­nafn í Víet­nam og kem­ur frá sjálf­um kóng­in­um sem var uppi á 11. eða 12. öld,“ seg­ir Elísa­bet Nguyen um al­geng­asta ætt­ar­nafn á Íslandi.

Í svari Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra, vegna fyr­ir­spurn­ar Jóns Gn­arr um hvaða ætt­ar­nafn sé al­geng­ast á Íslandi, kem­ur fram að 615 manns beri ætt­ar­nafnið Nguyen og er það al­geng­asta ætt­ar­nafnið hér á landi. Næst þar á eft­ir kem­ur ætt­ar­nafnið Blön­dal.

Elísa­bet seg­ir að það sé erfitt að bera Nguyen fram á Íslensku en „Nú­gen“ geti kom­ist næst því.

Spurð hvort þau sem bera þetta nafn á Íslandi séu ein fjöl­skylda eða fleiri, seg­ir Elísa­bet að þetta ætt­ar­nafn eigi sér langa sögu og því séu ekki all­ir skyld­ir sem beri nafnið, ekki frek­ar en Björns­dótt­ir eða Björns­son þurfi að vera skyld.

„Víet­namsk­ar fjöl­skyld­ur halda vel sam­an á Íslandi og við höld­um ekki ætt­ar­mót eins og Íslend­ing­ar gera sem koma sam­an án þess að all­ir þekk­ist. Okk­ar ætt­ar­mót eru meðal þeirra sem þekkj­ast vel og eru í nánu sam­bandi.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert