Hafnaði 10 milljóna króna miskabótakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Karítas

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur hafnað miska­bóta­kröfu manns vegna bréfs, sem embætti land­lækn­is hafði ritað sam­tök­un­um Geðhjálp, en þar kom meðal ann­ars fram að maður­inn væri kom­inn í ótíma­bundið leyfi frá störf­um sem deild­ar­stjóri rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild­ar Land­spít­ala.

Maður­inn höfðaði málið á hend­ur land­læknisembætt­inu og ís­lenska rík­inu í júní í fyrra en það var dóm­tekið í mars. Hann fór fram á 10 millj­ón­ir kr. í miska­bæt­ur vegna máls­ins.

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms, sem féll í dag, að maður­inn hafi starfað sem deild­ar­stjóri á rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild Land­spít­ala.

Geðhjálp sendi er­indi til embætt­is land­lækn­is

Þá seg­ir að 27. nóv­em­ber 2020 hafi sam­tök­in Geðhjálp sent er­indi til embætt­is land­lækn­is þar sem meðal ann­ars hafi verið vak­in at­hygli á því að fimm ým­ist nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­menn rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild­ar hefðu bent á að því er virt­ist veru­leg­an mis­brest í meðferð sjúk­linga á deild­inni.

Með er­ind­inu fylgdi meðal ann­ars nafn­laus grein­ar­gerð sem sögð var rituð af um­rædd­um nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönn­um deild­ar­inn­ar. Af­rit er­ind­is­ins var sent á for­stjóra Land­spít­ala og for­stöðumann geðþjón­ustu.

Í fram­hald­inu óskað Í fram­hald­inu óskaði stefndi embætti land­lækn­is eft­ir grein­ar­gerð frá Land­spít­al­an­um um málið. Spít­al­inn skilaði þeirri grein­ar­gerð 12. apríl 2021. Þar seg­ir að vinnu­hóp­ur hafi verið stofnaður inn­an spít­al­ans vegna máls­ins. Niðurstaða Land­spít­al­ans sé sú að lýs­ing­in á meðferð sjúk­linga sem fram komi í hinni nafn­lausu grein­ar­gerð sam­rým­ist á eng­an hátt þeirri starf­semi sem fram fari á um­ræddri deild.

Maðurinn starfaði sem deildarstjóri á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítala.
Maður­inn starfaði sem deild­ar­stjóri á rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild Land­spít­ala. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fjallað um málið í fjöl­miðlum

Í dómn­um seg­ir jafn­framt að 12. maí 2021 hafi RÚV birt frétt á vef sín­um und­ir fyr­ir­sögn­inni „Lyfjaþving­an­ir, of­beldi og ógn­ar­stjórn­un“. Þar kom meðal ann­ars fram að embætti land­lækn­is hefði til at­hug­un­ar al­var­leg­ar ábend­ing­ar um slæm­an aðbúnað á rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild Land­spít­ala í kjöl­far bréfs frá Geðhjálp. Hefði embættið farið í vett­vangs­heim­sókn­ir vegna máls­ins og Land­spít­ali hefði tekið viðtöl við fjölda starfs­manna. Vitnað hafi verið til grein­ar­gerðar­inn­ar sem fylgt hafði bréfi Geðhjálp­ar til embætt­is­ins.

Sama dag birti DV frétt und­ir fyr­ir­sögn­inni „Ásak­an­ir um al­var­legt of­beldi á Kleppi“. Sam­bæri­lega frétt birti fjöl­miðill­inn Morg­un­blaðið síðar sama dag und­ir fyr­ir­sögn­inni „Starfs­menn á Kleppi lýsa öm­ur­leg­um aðstæðum“.

Í viðtali við RÚV, sem birt­ist 13. maí 2021, lýstu þrír nafn­greind­ir fyrr­um starfs­menn rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild­ar sinni reynslu af stjórn­end­um deild­ar­inn­ar með afar nei­kvæðum hætti. Var þar rætt um að sjúk­ling­ar og starfs­menn hefðu orðið fyr­ir lík­am­legu og and­legu of­beldi.

Deild­ar­stjór­inn fyrr­ver­andi var sett­ur í ótíma­bundið leyfi frá störf­um 18. maí 2021.

Í málinu var deilt um það hvort saknæm og ólögmæt …
Í mál­inu var deilt um það hvort sak­næm og ólög­mæt hátt­semi hefði fal­ist í þeirri upp­lýs­inga­miðlun embætt­is land­lækn­is er það sendi sam­tök­un­um Geðhjálp bréf árið 2021 þar sem fram kom að deild­ar­stjóri rétt­ar- og ör­ygg­is­geðdeild­ar væri kom­inn í ótíma­bundið leyfi og ann­ar tek­inn við starfi hans. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kvartaði til Per­sónu­vernd­ar og umboðsmanns

Hann kvartaði til Per­sónu­vernd­ar 2. nóv­em­ber 2021 og krafðist þess að Per­sónu­vernd rann­sakaði og úr­sk­urðaði um hvort stefndi embætti land­lækn­is hefði brotið lög um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga vegna upp­lýs­inga­gjaf­ar til Geðhjálp­ar. Nán­ar til­tekið varðandi það að bréfið hefði geymt upp­lýs­ing­ar um að deild­ar­stjór­inn væri kom­inn í ótíma­bundið leyfi og ann­ar tek­inn við starfi hans.

Með úr­sk­urði Per­sónu­vernd­ar 22. des­em­ber 2022 var vinnsla stefnda tal­in sam­rýmast ákvæðum laga þar sem hún hefði verið nauðsyn­leg til að full­nægja laga­skyldu sem hvíldi á land­lækni. Byggðist niðurstaðan á því að land­læknisembættið hefði játað Geðhjálp aðild að stjórn­sýslu­máli hjá embætt­inu og það því leit­ast við að virða lög­bund­inn upp­lýs­inga­rétt. Taldi Per­sónu­vernd ekki til­efni til að gera at­huga­semd­ir við þá af­stöðu embætt­is­ins.

Maður­inn kvartaði í kjöl­farið til umboðsmanns Alþing­is yfir þeirri ákvörðun embætt­is­ins að veita þriðja aðila, Geðhjálp, stöðu aðila að eft­ir­lits­máli hjá stefnda er varðaði meðal ann­ars störf manns­ins. Einnig kvartaði hann yfir því að Per­sónu­vernd hefði ekki sinnt lög­bundnu eft­ir­lits­hlut­verki sínu með full­nægj­andi hætti.

Í áliti umboðsmanns Alþing­is 28. ág­úst 2023 kom fram að úr­sk­urður Per­sónu­vernd­ar hefði ekki verið reist­ur á full­nægj­andi grund­velli með til­liti til rann­sókn­ar­skyldu Per­sónu­vernd­ar sam­kvæmt lög­um. Umboðsmaður beindi þeim til­mæl­um til Per­sónu­vernd­ar að taka mál manns­ins til meðferðar að nýju kæmi fram beiðni þess efn­is og leysa úr mál­inu til sam­ræm­is við þau sjón­ar­mið sem rak­in voru í álit­inu.

Persónuvernd úrskurðaði í máli mannsins í tvígang.
Per­sónu­vernd úr­sk­urðaði í máli manns­ins í tvígang. mbl.is/​Eyþór

Krafðist miska­bóta eft­ir seinni úr­sk­urð Per­sónu­vernd­ar

Að beiðni manns­ins var mál hans hjá Per­sónu­vernd end­urupp­tekið. Síðari úr­sk­urður Per­sónu­vernd­ar var kveðinn upp 29. fe­brú­ar 2024. Það var mat Per­sónu­vernd­ar að ekki hefði hvílt laga­skylda á embætti land­lækn­is sam­kvæmt upp­lýs­inga­lög­um til að miðla per­sónu­upp­lýs­ing­um um mann­inn til Geðhjálp­ar. Þá hafi ekki verið séð að miðlun upp­lýs­ing­anna hafi getað byggst á laga­skyldu embætt­is land­lækn­is að öðru leyti.

Þann 12. mars 2024 krafðist maður­inn miska­bóta úr hendi embætt­is land­lækn­is vegna tjóns síns af völd­um miðlun­ar per­sónu­upp­lýs­inga.

Ólög­mæt mein­gerð

Maður­inn byggði á því að land­læknisembætti og ríkið hafi brotið gegn ákvæði laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, einnig reglu­gerð (ESB) 2016/​679, þegar embættið miðlaði per­sónu­upp­lýs­ing­um um mann­inn til þriðja aðila, Geðhjálp­ar, án laga­heim­ild­ar eða rétt­mætr­ar ástæðu.

Með miðlun þess­ari og broti á lög­um hafi embættið og ríkið bakað mann­in­um ólög­mæta mein­gerð gegn æru og per­sónu hans og beri sam­eig­in­lega fé­bóta­ábyrgð vegna þess miska­tjóns sem stefn­andi hafi orðið fyr­ir.

Héraðsdómur segir að þar sem dómurinn hafi hafnað málatilbúnaði mannsins …
Héraðsdóm­ur seg­ir að þar sem dóm­ur­inn hafi hafnað mála­til­búnaði manns­ins um að fyr­ir hendi sé sak­næm og ólög­mæt hátt­semi af hálfu embætt­is land­lækn­is sé ljóst að ekki geti komið til bóta­skyldu. Ljós­mynd/​Colour­box

Mót­mæltu öll­um máls­ástæðum manns­ins

Ríkið og embætti land­lækn­is mót­mæltu öll­um máls­ástæðum manns­ins og töldu skil­yrði skaðabóta­ábyrgðar ekki upp­fyllt í mál­inu. Þau sögðu að maður­inn hefði ekki sannað að meint tjón hans yrði rakið til þess að embættið hefði miðlað upp­lýs­ing­um til Geðhjálp­ar um að maður­inn væri kom­inn í ótíma­bundið leyfi. Þá var því mót­mælt að hátt­semi starfs­manna embætt­is­ins og rík­is­ins hefði verið sak­næm eða að tjón manns­ins væri senni­leg af­leiðing af hátt­semi starfs­mann­anna. Þá væri ekki séð að or­saka­tengsl væru milli hátt­semi starfs­manna stefndu og meints tjóns manns­ins.

Ríkið og embættið lýstu sig einnig ósam­mála seinni úr­sk­urði Per­sónu­vernd­ar.

Al­mennt ríki eng­in þagn­ar­skylda um hverj­ir telj­ist starfs­menn op­in­berr­ar stofn­un­ar

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms að al­mennt ríki eng­in þagn­ar­skylda um það hverj­ir telj­ist starfs­menn op­in­berr­ar stofn­un­ar. Við nán­ara mat á heim­ild­um stjórn­valda til að veita upp­lýs­ing­ar um nöfn op­in­berra starfs­manna og starfs­svið þeirra beri að líta til þess að helsta meg­in­regla upp­lýs­ingalaga sé upp­lýs­inga­rétt­ur al­menn­ings og und­an­tekn­ing­ar frá þeirri meg­in­reglu í 7. gr. lag­anna verði ekki skýrðar rúmri skýr­ingu nema orðalag þeirra eða lög­skýr­ing­ar­gögn séu for­takslaus um slíkt, en það eigi ekki við hér.

Sé stjórn­andi deild­ar op­in­berr­ar stofn­un­ar í leyfi og því ekki við störf séu slík­ar upp­lýs­ing­ar þar með ekki háðar þagn­ar­skyldu. Ekki væri þó heim­ilt að veita sam­hliða því þagn­ar­skyld­ar upp­lýs­ing­ar, svo sem ef vísað væri til þess að leyfið væri vegna til­tek­ins sjúk­dóms stjórn­and­ans.

Héraðsdóm­ur bend­ir á að í bréfi embætt­is land­lækn­is til Geðhjálp­ar 31. maí 2021 segi ein­ung­is um mann­inn að hann sé kom­inn í ótíma­bundið leyfi.

Það var niðurstaða héraðsdóms að upplýsingamiðlun embættis landlæknis hefði átt …
Það var niðurstaða héraðsdóms að upp­lýs­inga­miðlun embætt­is land­lækn­is hefði átt sér nægj­an­lega stoð í upp­lýs­inga­lög­um og gæti því ekki tal­ist fela í sér ólög­mæta eða sak­næma hátt­semi af hálfu embætt­is­ins. Ljós­mynd/​Colour­box

Staðhæf­ing manns­ins fæst ekki staðist

„Þess ber að geta að hvergi í bréf­inu kem­ur fram hver ástæða þess hafi verið að stefn­andi fór í ótíma­bundið leyfi, eins og stefndu hafa rétti­lega bent á. Þá var stefn­anda hvergi hall­mælt í bréf­inu. Ekki fær þannig staðist sú staðhæf­ing stefn­anda að hann hafi með bréf­inu verið gerður að „blóra­böggli vegna þeirra vegna þeirra aðfinnslna og ásak­ana“ sem tengd­ust grein­ar­gerðinni sem fylgdi bréfi Geðhjálp­ar,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Það er því niðurstaða héraðsdóms að upp­lýs­inga­miðlun embætt­is land­lækn­is hafi átt sér nægj­an­lega stoð í upp­lýs­inga­lög­um og geti því ekki tal­ist fela í sér ólög­mæta eða sak­næma hátt­semi af hálfu embætt­is­ins. Við þeirri niður­stöðu hrófla ekki til­vís­an­ir manns­ins til sjón­ar­miða um æru­vernd og friðhelgi einka­lífs­ins sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Get­ur ekki komið til bóta­skyldu

Hið sama eigi við um til­vís­un manns­ins til annarr­ar og þrengri túlk­un­ar Per­sónu­vernd­ar á upp­lýs­inga­rétti al­menn­ings sam­kvæmt ákvæðum upp­lýs­ingalaga, enda sé dóm­ur­inn ekki bund­inn af þeirri túlk­un þegar hann legg­ur mat á það hvort fyrr­greind hátt­semi embætt­is­ins feli í sér sak­næma og ólög­mæta hátt­semi í tengsl­um við úr­lausn bóta­kröfu manns­ins, sem telj­ist annað sak­ar­efni en ágrein­ing­ur um gildi stjórn­valdsákvörðunar.

„Þar sem dóm­ur­inn hef­ur hafnað mála­til­búnaði stefn­anda um að fyr­ir hendi sé sak­næm og ólög­mæt hátt­semi af hálfu stefnda embætt­is land­lækn­is er ljóst að ekki get­ur komið til bóta­skyldu vegna um­ræddra um­mæla í bréfi téðs stefnda. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna báða stefndu af kröf­um stefn­anda,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka