Innviðaskuldin ekki öll í fjármálaáætlun

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eyþór

Hluti innviðaskuld­ar­inn­ar sem rík­is­stjórn­in hyggst gera upp er í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt verður eft­ir helgi. Annað mæt­ir af­gangi.

Mbl.is ræddi við Daða Má Kristó­fers­son fjár­málaráðherra eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag, en hann seg­ir ómögu­legt að segja hvort fleiri innviðaverk­efni bæt­ist við á tíma­bil­inu.

„Það er ómögu­legt að segja til um það hvernig þróun af­komu rík­is­ins verður vegna þess að hún er mjög háð hag­vexti og öðrum slík­um ytri skil­yrðum. Við byggj­um áætl­un­ina á hagspá hag­stof­unn­ar og gangi bet­ur en hún ger­ir ráð fyr­ir þá opn­ast svig­rúm fyr­ir meira,“ seg­ir fjár­málaráðherra.

Spurður hvort það væru verk­efni á teikni­borðinu sem rík­is­stjórn­in vildi koma að seg­ir ráðherra:

„Það er al­veg ljóst að það eru allskyns verk­efni sem ríkið gæti staðið bet­ur að og krefjast meira fjár­magns. Stjórn­mál snú­ast um for­gangs­röðun.“

2027 eða 2028?

Ráðherra seg­ir helstu breyt­ingu fjár­mála­stefn­unn­ar sem kynnt var í gær, sem er und­an­fari fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar sem kynnt verður á mánu­dag, að því sé flýtt að rík­is­sjóður nái jafn­vægi um eitt ár.

Í fjár­mála­áætl­un 2025-2029 sem fyrri rík­is­stjórn kynnti síðasta vor var gert ráð fyr­ir að af­gang­ur yrði af rekstri A1 hluta rík­is­sjóðs árið 2028. Í áætl­un­inni sem nú stend­ur til að kynna er sömu­leiðis gert ráð fyr­ir að af­koma A1-hluta verði fyrst já­kvæð árið 2028.

Blaðamaður benti á að í fjár­mála­stefnu sé ekki gert ráð fyr­ir já­kvæðri af­komu fyrr en 2028.

„2027,“ sagði ráðherra viss með sitt og benti blaðamanni á að lík­lega væri hann að horfa á áætl­un fyr­ir hið op­in­bera í heild sinni, að meðtöld­um sveit­ar­fé­lög­um.

Að loknu viðtali gaum­gæfði blaðamaður það sem fram kom í stefn­unni og náði aft­ur tali af ráðherra, og benti hon­um á að í stefn­unni stæði eft­ir­far­andi:

Heild­araf­koma A1-hluta hins op­in­bera fer batn­andi ár frá ári og snýst í af­gang árið 2028

„Já, af­gang, en jafn­vægi 2027. En stend­ur ekki hið op­in­bera?“ spurði ráðherr­ann.

„Nei, A1-sjóður,“ svaraði blaðamaður þá. Spurður hvort þarna væri rangt með farið í stefn­unni neitaði ráðherra því.

Nei, það er ekk­ert rangt þarna. Síðasta ár halla­rekst­urs er 2026, og það er af­gang­ur af rekstri rík­is­sjóðs 2027.

En hérna seg­ir að hann verði ekki já­kvæður fyrr en 2028, sem er í raun bara það sama og fyrri áætl­un gerði ráð fyr­ir...

Nei, það er ekki það sama og fyrri áætl­un gerði ráð fyr­ir. Þetta er ári fyrr.“

En fyrri áætl­un ger­ir ráð fyr­ir já­kvæðri af­komu fyrst árið 2028 og þessi áætl­un ger­ir það líka.

Daði var á hraðferð og gekk út um leið og blaðamaður sleppti orðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka