Jón Gnarr tók vakt á Stuðlum í gær

Jón Gnarr kynnti sér betur aðstæður á Stuðlum í gær …
Jón Gnarr kynnti sér betur aðstæður á Stuðlum í gær með því að taka vakt á meðferðarheimilini. mbl.is/Karítas

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, tók vakt á meðferðar­heim­il­inu Stuðlum síðdeg­is í gær í þeim til­gangi að dýpka þekk­ing­una á starf­inu sem þar er unnið. Hann heim­sótti Stuðla einnig í kosn­inga­bar­átt­unni síðastliðið haust og hef­ur rætt við starfs­fólk um þá erfiðu stöðu sem skap­ast hef­ur vegna úrræða- og aðstöðuleys­is.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann það hafa verið lær­dóms­ríkt að hafa fengið að fylgj­ast með starf­sem­inni, en það sem stend­ur upp úr eft­ir vakt­ina er hvað starfs­fólkið brenn­ur fyr­ir því sem það er að gera.

„Ótrú­lega flott­ur hóp­ur af starfs­fólki sem elur önn og fyr­ir þess­um krökk­um og brenn­ur fyr­ir þeirra hag,“ seg­ir Jón. Starfs­fólkið reyni að gera sitt besta í erfiðum aðstæðum.

Ástandið verið erfitt á Stuðlum

Erfitt ástand hef­ur verið á Stuðlum síðustu miss­eri en eft­ir brun­ann í októ­ber, þar sem 17 ára dreng­ur lést, hef­ur ekki verið boðið upp á hefðbundna meðferðar- og grein­ing­ar­vist­un, líkt og áður. Aðeins eru fjög­ur pláss á meðferðardeild­inni eins og er og hafa þau aðallega verið nýtt fyr­ir allra þyngstu til­fell­in, þar á meðal gæslu­v­arðhald og afplán­un.

Þá hef­ur dreng­ur verið vistaður þar síðustu mánuði, sam­kvæmt úr­sk­urði, sem á í raun ekki heima með allra erfiðasta hópn­um. En þar sem ekk­ert lang­tíma­úr­ræði hef­ur verið í boði fyr­ir drengi síðasta árið, eru Stuðlar eina skjólið sem hon­um býðst. 

End­ur­bæt­ur standa nú yfir á neyðar­vist­un Stuðla, sem gjör­eyðilagðist í brun­an­um, en stúka þurfti af hluta af meðferðardeild­inni und­ir neyðar­vist­un, og minnkaði deild­in sem því nem­ur.

Inn­an­búðamaður á Stuðlum sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í þess­um mánuði að það færi í raun eng­in meðferð fram á Stuðlum leng­ur. Aðeins væri um að ræða geymslu­stað. Fíkni­efni eigi greiða leið þangað inn og reglu­lega finn­ist hníf­ar inni á her­bergj­um. 

„Við erum ekk­ert að betra þessa stráka. Við erum að gera okk­ar besta til að halda friðinn og passa að þeir slasi ekki sjálfa sig eða aðra. En það er eng­in betr­un í þessu. Þetta er bara geymsla. Það er staðreynd­in,“ sagði inn­an­búðamaður­inn í sam­tali við mbl.is.

Jón segir það hafa staðið upp úr að sjá hvað …
Jón seg­ir það hafa staðið upp úr að sjá hvað starfs­fólkið á Stuðlum brenn­ur fyr­ir því sem það er að gera. mbl.is/​Karítas

Hafa ekki gott af sam­neyti við hvert við annað

„Það sem manni verður svo ljóst er að við get­um ekki bara blandað öll­um sam­an. Við verðum að vera með fleiri minni úrræði frek­ar en eitt stórt, því mörg af þess­um krökk­um eiga enga sam­leið og hafa jafn­vel ekk­ert gott af sam­neyti hvert við annað,“ seg­ir Jón.

Hann tel­ur að það neyðarástand sem rík­ir í mál­efn­um barna með fjölþætt­an barna, að ein­hverju leyti hafa skap­ast vegna innviðaskuld­ar frá hruni.

„Í banka­hrun­inu var svo mikið af vel­ferðarþjón­ustu sem var lögð niður og ákveðin kerfi sem lang­an tíma hafði tekið að byggja upp, voru kannski ekki full­kom­in, en virkuðu,“ seg­ir Jón.

„Síðan hef­ur okk­ur ekki gengið nógu vel að byggja þetta upp aft­ur og erum kom­in með mik­inn upp­safnaðan vanda. Þá ger­ist það líka að all­ir benda hver á ann­an. Ég held að það sé líka mik­il­vægt að það fari að eiga sér stað skýrt sam­tal á milli ráðuneyt­anna. Þetta er ekki bara mennta- og barna­málaráðuneytið og vel­ferðaráðuneytið, þetta er líka dóms­málaráðneytið.“

Bragi Guðbrands­son, full­trúi í barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna og fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í vik­unni að staðan í mál­efn­um barna með fíkni- og hegðun­ar­vanda, væri að ein­hverju leyti sam­bæri­leg og fyr­ir 30 árum. Þá hafi verið ráðist í sam­stillt átak og þar á meðal komið á fót sjö meðferðarúr­ræðum á fimm árum. 

Þannig hafi verið hægt að kom­ast fyr­ir vand­ann og um ára­bil var hægt að anna eft­ir­spurn eft­ir meðferð. Staðan hafi hins veg­ar breyst hratt til hins verra síðustu ár.

Neyðarvistun Stuðla gjöreyðilagðist í bruna í október síðastliðnum, en endurbætur …
Neyðar­vist­un Stuðla gjör­eyðilagðist í bruna í októ­ber síðastliðnum, en end­ur­bæt­ur standa nú yfir. mbl.is/​Karítas

Brýn­asta verk­efni nýs mennta- og barna­málaráðherra

Jón von­ast til þess að Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, nýr mennta- og barna­málaráðherra, fái tæki­færi til að setja sig vel inn í þenn­an mála­flokk þannig hægt verði að ráðast í verk­efn­in sem fyrst.

„Mér finnst þetta vera brýn­asta verk­efna­mál þessa ráðuneyt­is. Að byrja að inn­leiða eitt­hvað af þess­um úrræðum sem stungið er upp á,” seg­ir Jón og vís­ar þar í til­lög­ur stýri­hóps um fyr­ir­komu­lag þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda, frá ár­inu 2023. Þar komu fram 14 til­lög­ur að meðferðarúr­ræðum, en ekk­ert af þeim hef­ur orðið að veru­leika.

Næst á dag­skrá hjá Jóni er að kynna sér bet­ur aðstæður í Gunn­ars­holti þar sem stend­ur til að opna aft­ur lang­tímameðferðar­heim­ilið Lækj­ar­bakka næsta haust. Heim­il­inu var lokað í apríl á síðasta ári vegna myglu en gert er ráð fyr­ir að end­ur­bæt­ur fari að hefjast í Gunn­ars­holti. Jón vill skoða það hvort hægt sé að flýta ferl­inu með því að setja aukið fjár­magn í verk­efnið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert