„Næturvaktin var á tánum“

Reikna þarf með mjög stuttum fyrirvara um eldgos.
Reikna þarf með mjög stuttum fyrirvara um eldgos. mbl.is/Hákon

Um tíu jarðskjálft­ar mæld­ust við kviku­gang­inn á Sund­hnúkagígaröðinni og á svæði nær Grinda­vík í nótt að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings á Veður­stof­unni.

Sig­ríður Kristjáns­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni, seg­ir við mbl.is að næt­ur­vakt­in hafi verið á tán­um fyrri part næt­ur enda hafi skjálfta­virkn­in verið meiri held­ur en síðustu daga.

„Það var nokk­ur skjálfta­virkni skömmu eft­ir miðnætti en hún datt niður um þrjú­leytið í nótt,“ seg­ir Sig­ríður.

Hún seg­ir áfram sé reiknað með að það geti byrjað að gjósa hvenær sem er.

„Það er ómögu­legt að segja til um hvenær það dreg­ur til tíðinda. Það get­ur byrjað að gjósa á næstu klukk­stund­um eða á næstu dög­um,“ seg­ir hún.

Rúm­mál kviku und­ir Svartsengi aldrei verið meira frá því að gos­hrin­an hófst í des­em­ber 2023 en sjö­unda gos­inu í gígaröðinni frá því í des­em­ber 2023 lauk 9. des­em­ber.

„Kviku­söfn­un held­ur áfram en það hef­ur hægst á landris­inu síðustu vik­urn­ar. Það er spurn­ing hvað ger­ist þegar þetta fer af stað. Það er al­veg mögu­legt að gosið geti orðið öfl­ugra en áður en við vit­um aldrei hvað jörðin ger­ir. Við fylgj­umst bara vel með öll­um okk­ar mæl­um og minn­um á að það geti byrjað að gjósa með mjög skömm­um fyr­ir­vara og það er eitt­hvað sem við bú­umst við,“ seg­ir Sig­ríður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert