Of háar einkunnir og of lítið skipulag

Yfirmaður menntamála hjá OECD segir að mun meiri metnaður sé …
Yfirmaður menntamála hjá OECD segir að mun meiri metnaður sé innan þeirra ríkja sem standa sig betur en Ísland í PISA. mbl.is/Karítas

Ísland sýn­ir ekki það stig mennt­un­ar sem ætla mætti af fjár­magn­inu sem lagt er í mennt­un hér á landi. Kenn­ar­ar eiga það til að gefa nem­end­um góðar ein­kunn­ir fyr­ir ekki svo góðan ár­ang­ur. Þetta er álit Andreas Schleicher, yf­ir­manns mennta­mála hjá OECD sem fram­kvæm­ir PISA-kann­an­irn­ar.

Niður­stöður PISA hafa verið mikið til umræðu hér á landi, þar sem þær hafa sýnt sí­fellt versn­andi frammistöðu ís­lenskra ung­menna í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

Schleicher er stadd­ur hér á landi í tengsl­um við alþjóðleg­an leiðtoga­fund um mál­efni kenn­ara, ISTP. Blaðamaður tók Þjóðverj­ann tali í Hörpu og spurði hann út í það sem bæta mætti í ís­lensku mennta­kerfi.

Í því sam­bandi kall­ar hann eft­ir meira skipu­lagi og betri strúkt­úr.

Kerfið sé ekki alslæmt á Íslandi, það hafi sína styrk­leika. Nefn­ir hann þar sér­stak­lega að ís­lensk­ir nem­end­ur séu sjálf­stæðir og sýni al­mennt góða sál­ræna líðan og góða til­finn­ingu fyr­ir fé­lags­leg­um tengsl­um.

„Þetta eru mik­il­væg­ir styrk­leik­ar, við skul­um ekki gera lítið úr því.“

mbl.is/​Karítas

Mun meiri metnaður hjá ríkj­um sem standa sig bet­ur

Hvað get­ur þú sagt okk­ur um mennta­kerfi þeirra ríkja sem hafa staðið sig bet­ur í PISA?

„Þar er sýnd­ur mun meiri metnaður og gerðar meiri og stöðugri vænt­ing­ar til nem­enda. Á Íslandi fá nem­end­ur oft góðar ein­kunn­ir þegar ár­ang­ur þeirra er kannski ekki svo mik­ill og það send­ir ungu fólki röng skila­boð,“ seg­ir Schleicher.

Tel­ur hann að kenn­ar­ar meini vel. Þeir vilji kannski ekki vera of harðir við nem­end­ur en í raun séu þeir að segja við þá að ár­ang­ur þeirra skipti engu eða að kenn­ar­inn þeirra treysti þeim ekki til að sýna metnað.

„Vænt­ing­ar í þess­um ríkj­um sem hafa verið að gera vel eru mikl­ar og þær eru stöðugar. Þá eru kerf­in þeirra góð og virðast laða að sér hæfi­leika­rík­ustu kenn­ar­ana inn í krefj­andi kennslu­stof­ur. Þú veist, ef þú ert með erfiða nem­end­ur en færð ekki betra úrræði, þá færð þú betri kenn­ara. Það er virki­lega mik­il­vægt. Gæði mennt­un­ar geta aldrei verið meiri en gæði kenn­ar­anna,“ seg­ir hann.

„Og sú fjár­fest­ing sem þessi ríki leggja í góða reynslu­mikla kenn­ara, fyr­ir þá nem­end­ur sem eru hvað mest áskor­un, held ég að sé annað sem skipt­ir virki­lega miklu máli.“

Finnst skorta skipu­lag

Þú hef­ur heim­sótt ís­lenska skóla í vik­unni. Komstu auga á eitt­hvað sem við erum að gera sem við ætt­um kannski ekki að vera að gera?

„Það sem heillaði mig í raun og veru var hversu mikla vinnu kenn­ar­ar leggja á sig við að finna leið að hverj­um og ein­um nem­anda. Þeir virðast mjög næm­ir á aðstæður.“

Schleicher seg­ist hafa farið í skóla þar sem marg­ir inn­flytj­end­ur eru og séð kenn­ar­ana virki­lega reyna. Til dæm­is ef nem­andi átti erfitt með að læra tungu­mál notuðu þeir tónlist að hans sögn. Hann seg­ist hrif­inn af þeirri nálg­un og tel­ur hana skipta mjög miklu máli.

Hins veg­ar seg­ist hann hafa saknað meira skipu­lags og betri strúkt­úrs. Nem­end­ur viti ekki það sem þeir vita ekki og sem kenn­ari kann hann að meta nem­enda­miðaða nálg­un á Íslandi.

„En nálg­un­in þarf líka að vera kenn­ara­stýrð þar sem kenn­ar­ar segja: „Sko, þér finnst kannski ekki gam­an að læra stærðfræði í dag en staðreynd­in er sú að ég veit að fyr­ir þína framtíð er mjög mik­il­vægt að læra stærðfræði.“

Það er eitt­hvað sem mér fannst ekki mjög aug­ljóst að væri í lagi í þeim skól­um sem ég hef skoðað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka