Þættir Ragnars sýndir á Channel 4

Lena Olin fór með aðalhlutverkið í þáttunum sem fara nú …
Lena Olin fór með aðalhlutverkið í þáttunum sem fara nú víða.

„Þetta hef­ur alltaf verið draum­ur­inn. Þetta er ein af stóru opnu sjón­varps­stöðvun­um í Bretlandi og ég er virki­lega ánægður með þessa niður­stöðu,“ seg­ir Ragn­ar Jónas­son rit­höf­und­ur.

Til­kynnt var á alþjóðlegu hátíðinni Series Mania í vik­unni að Chann­el 4 í Bretlandi hefði tryggt sér sýn­ing­ar­rétt á sjón­varpsþátt­un­um The Dark­ness. Þætt­irn­ir, sem Íslend­ing­ar þekkja sem Dimmu, eru byggðir á bók­um Ragn­ars um Huldu Her­manns­dótt­ur.

Lena Olin lék aðal­hlut­verkið í þátt­un­um og eig­inmaður henn­ar, sænski leik­stjór­inn Lasse Hallström, leik­stýrði. Þegar hafði verið gengið frá sölu á sýn­ing­ar­rétti til flestra landa í Evr­ópu auk Ástr­al­íu og Kan­ada að því er seg­ir í frétt Dea­dline um söl­una.

Ragn­ar seg­ir að les­end­ur bóka hans í Bretlandi og víðar hafi mikið spurt um það síðasta hálfa árið, frá því að sýn­ing­ar á þátt­un­um hóf­ust hér, hvenær þeir gætu barið þá aug­um. Hann seg­ir að Bret­land sé sinn helsti markaður enda sé teng­ing við glæpa­sagna­menn­ing­una þar sterk.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert